Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:57 Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styðja fjárhagslega fyrir kærendur kynferðisbrota og ofbeldis. Karolinafund/málfrelsissjóður Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér. Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira