Þingmaður í kröppum dansi eftir að hafa gripið í hnakkadramb mótmælanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:06 Mike Field þrýsti mótmælandanum upp að súlu áður en hann greip um háls konunnar og fylgdi henni út. Skjáskot Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“ Bretland Loftslagsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira