Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Einar Kárason skrifar 30. júní 2019 19:10 Pedro Hipolito. vísir/bára Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45