Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Hari
Karlmaður á þrítugsaldri var á föstudaginn sakfelldur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku.

Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og brot á áfengis- og barnaverndarlögum. Maðurinn var sem var 22 ára þegar atvikið átti sér stað var áður þjálfari stúlkunnar.

Fyrir dómi kvaðst maðurinn ekki hafa vitað að stúlkan væri yngri en 15 ára en þótti það ótrúverðugt þar sem hann hafi þjálfað stúlkuna í íþrótt og óskað henni til hamingju með 13 ára afmælið.

Ekki taldist sannað að maðurinn hafi gefið stúlkunni fíkniefni en sannað þótti að hann hafi gefið henni áfengi. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir framleiðslu og vörslu á barnaklámi þar sem hann tók atvikið upp á myndband á Iphone síma sinn sem var gerður upptækur.

Þá var maðurinn sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi auk þess var honum gert að greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í  miskabætur og 2,5 milljónir króna í málskostnað.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×