Reyndi að fá unga stúlku í nektarmyndatöku: „Hrein mey?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:06 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að fresta refsingu karlmanns sem braut barnaverndarlög með því að senda stúlku klúr skilaboð í júlí 2016. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt og meðal annars vegna þess hversu miklar tafir urðu á málinu var honum ekki gerð refsing. Hann er þó á skilorði til tveggja ára. Það var í samskiptum á Facebook sem maðurinn sendi stúlkunni eftirfarandi skilaboð: 1. „Hægæ, heyrðu, eg er með eitt hlutverk sem eg er að vinna að, en það er smá nekt í því, er það eitthvað sem þú hefðir mögulega áhuga á? Auðvitað vel greitt fyrir.“ 2. „Hefuru einhverntímann gert eitthvað svona? Tekið nude Pic eða eitthvað“ 3. „Haha þa hefuru séð á mér typpið“ 4. „Áttu mynd af þér á nærfötunum? Eða bikiní?“ 5. „Hrein mey? (Ef ég má spyrja)“ Með því að senda stúlkunni skilaboðin sýndu hann henni vanvirðandi háttsemi og ósðilegt athæfi að því er segir í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn barnaverndarlögum að því er segir í niðurstöðu dómsins. Háttsemi hans er litin alvarlegum augum en hún beindist gegn barnungri stúlku. Maðurinn greiddi stúlkunni ótilgreindar miskabætur og annan kostnað og gekkst greiðlega við broti sínu. Þá lá fyrir staðfesting að hann hefði leitað aðstoðar við áfengisvanda sínum sem hann væri enn að fylgja eftir. Dómurinn lét þess getið að málið væri ekki umfangsmikið. Kæra hafi verið lögð fram í desember 2016 og rannsókn lokið í apríl 2017. Engu að síður var ákæra ekki gefin út í málinu fyrr en rúmum tveimur árum síðan. Ekki væri ákærða um að kenna. Í ljósi þessa var ákveðið að fresta refsingu í málinu og fellur hún niður að liðnum tveimur árum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að fresta refsingu karlmanns sem braut barnaverndarlög með því að senda stúlku klúr skilaboð í júlí 2016. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt og meðal annars vegna þess hversu miklar tafir urðu á málinu var honum ekki gerð refsing. Hann er þó á skilorði til tveggja ára. Það var í samskiptum á Facebook sem maðurinn sendi stúlkunni eftirfarandi skilaboð: 1. „Hægæ, heyrðu, eg er með eitt hlutverk sem eg er að vinna að, en það er smá nekt í því, er það eitthvað sem þú hefðir mögulega áhuga á? Auðvitað vel greitt fyrir.“ 2. „Hefuru einhverntímann gert eitthvað svona? Tekið nude Pic eða eitthvað“ 3. „Haha þa hefuru séð á mér typpið“ 4. „Áttu mynd af þér á nærfötunum? Eða bikiní?“ 5. „Hrein mey? (Ef ég má spyrja)“ Með því að senda stúlkunni skilaboðin sýndu hann henni vanvirðandi háttsemi og ósðilegt athæfi að því er segir í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn barnaverndarlögum að því er segir í niðurstöðu dómsins. Háttsemi hans er litin alvarlegum augum en hún beindist gegn barnungri stúlku. Maðurinn greiddi stúlkunni ótilgreindar miskabætur og annan kostnað og gekkst greiðlega við broti sínu. Þá lá fyrir staðfesting að hann hefði leitað aðstoðar við áfengisvanda sínum sem hann væri enn að fylgja eftir. Dómurinn lét þess getið að málið væri ekki umfangsmikið. Kæra hafi verið lögð fram í desember 2016 og rannsókn lokið í apríl 2017. Engu að síður var ákæra ekki gefin út í málinu fyrr en rúmum tveimur árum síðan. Ekki væri ákærða um að kenna. Í ljósi þessa var ákveðið að fresta refsingu í málinu og fellur hún niður að liðnum tveimur árum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira