Braut á minni máttar og sýndi vinkonu sinni á Skype Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 14:04 Málið var kært fyrir þremur árum en dómur upp kveðinn í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti fyrir þremur árum. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Sýndi hann vinkonu sinni og stúlkum sem voru með henni það sem fram fór í myndsamtali á Skype. Var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með fyrrnefndu broti sínu haft önnur kynferðismök við vin sinn en samræði. Nýtti hann sér að pilturinn var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Hlaut vinurinn litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. Brotin áttu sér stað á heimili föður táningsins þar sem vinurinn var gestur. Þá var táningurinn sömuleiðis dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í myndsamtali á Skype í farsíma sínum sýnt vinkonu sinni það sem fram fór, þ.e. vin sinn meðvitundarlausan, kynfæri hans og rass og þau kynferðisbrot sem hann framkvæmdi. Þá tók hann myndir af framangreindu á farsíma sinn, sendi vinkonu sinni sama kvöld og vininum nokkrum dögum síðar. Dómur var kveðinn upp í gær og var táningurinn dæmdur til að greiða vini sínum eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás sem sömuleiðis átti sér stað fyrir þremur árum. Í niðurstöðu dómsins segir að kynferðisbrotið hafi verið alvarlegt og niðurlægjandi auk þess að beinast gegn minni máttar sem taldi hann vin sinn. Á móti komi að ákærði hafi verið enn á barnsaldri þegar hann var þau brot sem hann væri nú sakfelldur fyrir. Þá yrði að líta til þess að hann hefði snúið lífi sínu til betri vegar. Auk þess var tekið tillit til þess hve langur dráttur hefði orðið á meðferð málsins sem væri ekki táningnum um að kenna. Á þeim tíma hefði táningurinn náð að koma lífi sínu á réttan kjöl. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti fyrir þremur árum. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Sýndi hann vinkonu sinni og stúlkum sem voru með henni það sem fram fór í myndsamtali á Skype. Var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með fyrrnefndu broti sínu haft önnur kynferðismök við vin sinn en samræði. Nýtti hann sér að pilturinn var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Hlaut vinurinn litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. Brotin áttu sér stað á heimili föður táningsins þar sem vinurinn var gestur. Þá var táningurinn sömuleiðis dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í myndsamtali á Skype í farsíma sínum sýnt vinkonu sinni það sem fram fór, þ.e. vin sinn meðvitundarlausan, kynfæri hans og rass og þau kynferðisbrot sem hann framkvæmdi. Þá tók hann myndir af framangreindu á farsíma sinn, sendi vinkonu sinni sama kvöld og vininum nokkrum dögum síðar. Dómur var kveðinn upp í gær og var táningurinn dæmdur til að greiða vini sínum eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás sem sömuleiðis átti sér stað fyrir þremur árum. Í niðurstöðu dómsins segir að kynferðisbrotið hafi verið alvarlegt og niðurlægjandi auk þess að beinast gegn minni máttar sem taldi hann vin sinn. Á móti komi að ákærði hafi verið enn á barnsaldri þegar hann var þau brot sem hann væri nú sakfelldur fyrir. Þá yrði að líta til þess að hann hefði snúið lífi sínu til betri vegar. Auk þess var tekið tillit til þess hve langur dráttur hefði orðið á meðferð málsins sem væri ekki táningnum um að kenna. Á þeim tíma hefði táningurinn náð að koma lífi sínu á réttan kjöl.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira