Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 13:20 Ferðaþjónustubærinn Efstidalur II Vísir/SKH Landlæknir telur ljóst að níu af þeim tíu börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi smitast á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir tíu dögum til þremur vikum síðan. Tíunda barnið er talið hafa smitast af systkini sínu. Þetta kemur heim og saman við samtöl Vísis við foreldra fjögurra barnanna. „Rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin finnst einnig í hægðasýni frá kálfum á staðnum. Ekki er vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin en frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standa enn yfir,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun gripu til viðeigandi ráðstafana þann 4. júlí síðastliðinn í góðri samvinnu við staðarhaldara til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu bakteríunnar.“ Sölvi Arnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Efsta-Dal, var upptekinn á fundi þegar fréttastofa heyrði í honum en ætlaði að svara spurningum að fundi loknum.Eini sameiginlegi áfangastaðurinn Vísir hefur í morgun rætt við foreldra fjögurra barna sem öll hafa greinst með sýkingu af völdum E.coli bakteríunnar. Öll eiga börnin það sameiginlegt að hafa ferðast um Bláskógabyggð á síðustu vikum og veiktist það fyrsta annan í hvítasunnu, 10. júní síðastliðinn. Öll hafa þau að sama skapi þurft að leggjast inn á Landspítalann, í lengri eða skemmri tíma.Greiður aðgangur er að húsdýrum á Efstadal.Vísir/SKHÍ og við Bláskógabyggð eru margir vinsælir áningarstaðir sem innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn sækja í miklum mæli. Má þar meðal annars nefna veitingaskálann Þrastalund, jarðböðin við Laugarvatn og dýragarðinn Slakka. Af samtölum við foreldra barna fjögurra að dæma eiga ferðalög þeirra einn áfangastað sameiginlegan: Efstadal II.Á Efstadal er margvíslegur rekstur. Þar má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Foreldrarnir segja að börn sín hafi borðað ís og klappað kálfum á Efstadal, en hvorki gist þar né neytt annars matar. Því beinist grunur þeirra helst að ísnum og húsdýrunum, aðspurð um mögulega smitvalda. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa fulltrúar sóttvarnalæknis og Matvælastofnunar heimsótt Efstadal, rétt eins og aðra staði í Bláskógabyggð, reglulega á síðustu vikum. Tekin hafa verið sýni úr matnum sem seldur er á staðnum sem ekki hafi gefið tilefni til róttækra aðgerða. Þannig eru bæði veitingahúsið og ísbúðin ennþá opin. Hins vegar hefur aðgangur verið takmarkaður að húsdýrum.Litið mjög alvarlegum augum Landlæknir hvetur einstaklinga sem heimsóttu ferðaþjónustuna á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efstadal II þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir. „Allir aðilar sem að þessu máli hafa komið vilja ítreka að litið er á þessa sýkingahrinu af völdum E. coli mjög alvarlegum augum og hafa allir lagt sig fram um að upplýsa þetta mál og gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara smit. Þessi atburður gefur einnig tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla og eftir umgengni við dýr, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“ Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Landlæknir telur ljóst að níu af þeim tíu börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi smitast á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir tíu dögum til þremur vikum síðan. Tíunda barnið er talið hafa smitast af systkini sínu. Þetta kemur heim og saman við samtöl Vísis við foreldra fjögurra barnanna. „Rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin finnst einnig í hægðasýni frá kálfum á staðnum. Ekki er vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin en frekari rannsóknir á hugsanlegum smitleiðum á staðnum standa enn yfir,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun gripu til viðeigandi ráðstafana þann 4. júlí síðastliðinn í góðri samvinnu við staðarhaldara til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu bakteríunnar.“ Sölvi Arnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Efsta-Dal, var upptekinn á fundi þegar fréttastofa heyrði í honum en ætlaði að svara spurningum að fundi loknum.Eini sameiginlegi áfangastaðurinn Vísir hefur í morgun rætt við foreldra fjögurra barna sem öll hafa greinst með sýkingu af völdum E.coli bakteríunnar. Öll eiga börnin það sameiginlegt að hafa ferðast um Bláskógabyggð á síðustu vikum og veiktist það fyrsta annan í hvítasunnu, 10. júní síðastliðinn. Öll hafa þau að sama skapi þurft að leggjast inn á Landspítalann, í lengri eða skemmri tíma.Greiður aðgangur er að húsdýrum á Efstadal.Vísir/SKHÍ og við Bláskógabyggð eru margir vinsælir áningarstaðir sem innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn sækja í miklum mæli. Má þar meðal annars nefna veitingaskálann Þrastalund, jarðböðin við Laugarvatn og dýragarðinn Slakka. Af samtölum við foreldra barna fjögurra að dæma eiga ferðalög þeirra einn áfangastað sameiginlegan: Efstadal II.Á Efstadal er margvíslegur rekstur. Þar má til að mynda finna vinsæla ísbúð, veitingastað, hestaleigu, hótelgistingu auk þess sem gestir geta klappað hinum ýmsu húsdýrum. Foreldrarnir segja að börn sín hafi borðað ís og klappað kálfum á Efstadal, en hvorki gist þar né neytt annars matar. Því beinist grunur þeirra helst að ísnum og húsdýrunum, aðspurð um mögulega smitvalda. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa fulltrúar sóttvarnalæknis og Matvælastofnunar heimsótt Efstadal, rétt eins og aðra staði í Bláskógabyggð, reglulega á síðustu vikum. Tekin hafa verið sýni úr matnum sem seldur er á staðnum sem ekki hafi gefið tilefni til róttækra aðgerða. Þannig eru bæði veitingahúsið og ísbúðin ennþá opin. Hins vegar hefur aðgangur verið takmarkaður að húsdýrum.Litið mjög alvarlegum augum Landlæknir hvetur einstaklinga sem heimsóttu ferðaþjónustuna á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efstadal II þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir. „Allir aðilar sem að þessu máli hafa komið vilja ítreka að litið er á þessa sýkingahrinu af völdum E. coli mjög alvarlegum augum og hafa allir lagt sig fram um að upplýsa þetta mál og gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara smit. Þessi atburður gefur einnig tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla og eftir umgengni við dýr, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27