Ríkið þarf að greiða eldri borgurum milljarðana fimm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 12:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar vafalítið ákvörðun Hæstaréttar. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna. Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59