Kókaín flýtur á land á Filippseyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 08:16 Kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Fillipseyjum, sem gerir strandið enn dularfyllra. Getty/ted ajibe Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna. Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna.
Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14