Ólafur: Brandur gerir alltof lítið af þessu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 22:07 Ólafur vill sjá FH-inga byggja ofan á frammistöðuna og úrslitin í kvöld. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ánægður að fá að upplifa sigurtilfinninguna aftur eftir 1-0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í kvöld. FH hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 20. maí svo sigurinn var kærkominn. „Það er langt síðan við unnum leik í deildinni og hérna í Krikanum. Þetta er fín tilfinning sem kemur eftir svona leik, það er langt síðan við höfum upplifað hana og um að gera að njóta þess á meðan er,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki hafa verið í rónni fyrr en flautað var af enda verið mikil pressa á liðinu eftir heldur dapurt gengi. „Það er pressa á okkur, við höfum ekki verið að ná í úrslit. Þessi leikur var erfiður og það verður að hrósa Víkings liðinu, fótboltinn sem þeir eru að spila er erfiður, þeir hafa plan og eru ekki að mæta í leikinn til að verja stigið heldur mæta til að sækja þrjú stig. Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið svona sterkt lið,“ sagði Ólafur. „Það var stöðubarátta, og okkur fannst við kannski aðeins ofan á í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel, eru með sterka varnarlínu og nú er Kári kominn inn sem styrkir þá mikið,“ bætti Ólaftur við og hrósaði þar innkomu Kára Árnasonar sem reyndist FH-ingum erfiður í kvöld. „Þetta var bara spurning um fyrsta markið, það er þessir sigrar sem maður er að leita eftir eins og þessi leikur að ná góðu marki þegar leikirnir eru lokaðir.“ FH fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Brandur Olsen tók spyrnuna og skoraði frábært mark fyrir FH. Óli hrósar Brandi og vonast eftir fleiri mörkum frá Færeyingnum. „Hann hefur gert alltof lítið af þessu, hann er með góðan spyrnufót og vonandi er hann kominn með smá blóð á tennurnar eftir þetta,“ sagði Ólafur. Hann vill að sínir menn byggi ofan á frammistöðuna og sigurinn í kvöld. „Við þurfum að vinna í því að komast í þessu opnu færi og nýta þau. Við þurfum að átta okkur á stöðunni, hvar við erum í deildinni eins og er. Til þess að komast þaðan, lengra upp þá þurfum við að nýta okkur vinnusemina sem við sýndum í kvöld og svo hægt og rólega byggja ofan á það,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ánægður að fá að upplifa sigurtilfinninguna aftur eftir 1-0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í kvöld. FH hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 20. maí svo sigurinn var kærkominn. „Það er langt síðan við unnum leik í deildinni og hérna í Krikanum. Þetta er fín tilfinning sem kemur eftir svona leik, það er langt síðan við höfum upplifað hana og um að gera að njóta þess á meðan er,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki hafa verið í rónni fyrr en flautað var af enda verið mikil pressa á liðinu eftir heldur dapurt gengi. „Það er pressa á okkur, við höfum ekki verið að ná í úrslit. Þessi leikur var erfiður og það verður að hrósa Víkings liðinu, fótboltinn sem þeir eru að spila er erfiður, þeir hafa plan og eru ekki að mæta í leikinn til að verja stigið heldur mæta til að sækja þrjú stig. Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið svona sterkt lið,“ sagði Ólafur. „Það var stöðubarátta, og okkur fannst við kannski aðeins ofan á í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel, eru með sterka varnarlínu og nú er Kári kominn inn sem styrkir þá mikið,“ bætti Ólaftur við og hrósaði þar innkomu Kára Árnasonar sem reyndist FH-ingum erfiður í kvöld. „Þetta var bara spurning um fyrsta markið, það er þessir sigrar sem maður er að leita eftir eins og þessi leikur að ná góðu marki þegar leikirnir eru lokaðir.“ FH fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Brandur Olsen tók spyrnuna og skoraði frábært mark fyrir FH. Óli hrósar Brandi og vonast eftir fleiri mörkum frá Færeyingnum. „Hann hefur gert alltof lítið af þessu, hann er með góðan spyrnufót og vonandi er hann kominn með smá blóð á tennurnar eftir þetta,“ sagði Ólafur. Hann vill að sínir menn byggi ofan á frammistöðuna og sigurinn í kvöld. „Við þurfum að vinna í því að komast í þessu opnu færi og nýta þau. Við þurfum að átta okkur á stöðunni, hvar við erum í deildinni eins og er. Til þess að komast þaðan, lengra upp þá þurfum við að nýta okkur vinnusemina sem við sýndum í kvöld og svo hægt og rólega byggja ofan á það,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki