Hleyptu fjölda miðalausra gesta inn á ballið til að koma í veg fyrir stórslys Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2019 15:00 Eins og sjá má var mikill fjöldi saman kominn á viðburðinum. Mummi Lú/Lopapeysan Skipuleggjendur Lopapeysunnar, árlegs balls á Akranesi, segja gæslufólk hafa sýnt hárrétt viðbrögð þegar hundruðum miðalausra gesta var hleypt inn á ballið til þess að létta á troðningi fyrir utan ballið. Ballið er hluti af bæjarhátíð Akraness, Írskum dögum. Skipuleggjendur telja að hafa verði í huga aukna aðsókn aðkomufólks þegar framtíðarmynd Lopapeysunnar er teiknuð upp. Engin mál hafa verið kærð til lögreglu eftir helgina. Þétt dagskrá og blíðskaparveður á Akranesi virðist hafa laðað talsvert fleiri á Írska daga á Akranesi dagana 4.-7. júlí, en aldrei hefur jafn mikill fjöldi sótt bæjarhátíð Skagamanna eins og síðustu helgi.Gæslufólk brást skjótt við Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður á Akranesi, segir helgina hafa farið vel fram. Þrátt fyrir mikinn eril hjá lögreglu yfir hátíðina hafi henni ekki borist neinar kærur vegna mála á hátíðinni, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Eins segir Helgi Pétur að almennt hafi verið lítið um ofbeldis- og fíkniefnamál. Eitthvað var um ölvunarakstur, en þá helst hjá fólki sem hélt of snemma af stað út í umferðina eftir áfengisneyslu kvöldið áður. Til tíðinda dró þegar kom að Lopapeysunni, árlegu balli sem haldið er á laugardagskvöldinu í kjölfar brekkusöngsins sívinsæla, sem í ár var stýrt af Ingólfi Þórarinssyni. Uppselt var á viðburðinn og útlit fyrir að færri kæmust að en vildu. Gæslufólk á svæðinu þurfti þó að bregða á það ráð að opna hlið Lopapeysunnar vegna troðnings við inngang ballsvæðisins. Ísólfur Haraldsson, einn skipuleggjenda Lopapeysunnar, þakkar réttum viðbrögðum starfsmanna gæslunnar fyrir að engin stórslys urðu á fólki.Birgitta Haukdal var á meðal þeirra listamanna sem hélt uppi stuðinu.Mummi Lú/LopapeysanÁhuginn mikill eftir að sölu lauk Ísólfur segir í samtali við Vísi að sprenging hafi orðið í áhuga utanbæjarfólks á viðburðinum í ár. Hátt í tólf þúsund IP-tölur hafi skoðað síðu Lopapeysunnar á miða.is eftir að netsölu á viðburðinn lauk á laugardeginum. Hann segir sama fjölda miða hafa verið í boði í og í fyrra, þrjú þúsund stykki. Nú hafi miðarnir hins vegar selst upp fyrir ballið, en venjulega hafa um 800 til þúsund miðar verið í sölu við hurð. Eins og áður segir tók gæslufólk þá ákvörðun að opna hlið Lopapeysunnar með það fyrir augum að leysa úr gríðarlegum troðningi sem myndast hafði fyrir utan viðburðinn. Þannig hafi ekki verið unnt að skanna miða þeirra gesta sem komust inn meðan á mesta troðningnum stóð. Þá er einnig ljóst að einhver þeirra sem hleypt var inn hafi verið án miða.Mannhaf í brekkusöngnum.AðsendÍsólfur segist sérstaklega þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem komu að Lopapeysunni. „Ég er þakklátur öllu því góða fólki sem kom að þessum viðburði sem leysti allt sem upp kom hundrað prósent, stórslysalaust.“ Skoða þurfi framtíð Lopapeysunnar Ísólfur segir skipuleggjendur Lopapeysunnar, sem nú hafa staðið á bak við viðburðinn í 16 ár, þurfa að meta í hvaða mynd hún verður á komandi árum. „Lopapeysan var allt í einu bara 16 ára barn sem að passaði ekki lengur í buxurnar sínar. Nú þarf bara að taka ákvörðun um hvernig framhaldið er. Þetta hefur fengið að vera svolítið lókal viðburður þar sem að Skagamenn bjóða vinum sínum og brottfluttir Skagamenn koma,“ segir Ísólfur. Nú standi skipuleggjendur hins vegar frammi fyrir því að ákveða hvernig framtíð Lopapeysunnar verður háttað. „En þetta er náttúrulega bara verkefni. Þetta hefur verið frábær hátíð frá upphafi og alltaf gengið rosalega vel, gríðarleg ánægja. Nú er bara spurningin í hvaða átt við eigum að fara með þetta.“ Akranes Tónlist Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Skipuleggjendur Lopapeysunnar, árlegs balls á Akranesi, segja gæslufólk hafa sýnt hárrétt viðbrögð þegar hundruðum miðalausra gesta var hleypt inn á ballið til þess að létta á troðningi fyrir utan ballið. Ballið er hluti af bæjarhátíð Akraness, Írskum dögum. Skipuleggjendur telja að hafa verði í huga aukna aðsókn aðkomufólks þegar framtíðarmynd Lopapeysunnar er teiknuð upp. Engin mál hafa verið kærð til lögreglu eftir helgina. Þétt dagskrá og blíðskaparveður á Akranesi virðist hafa laðað talsvert fleiri á Írska daga á Akranesi dagana 4.-7. júlí, en aldrei hefur jafn mikill fjöldi sótt bæjarhátíð Skagamanna eins og síðustu helgi.Gæslufólk brást skjótt við Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður á Akranesi, segir helgina hafa farið vel fram. Þrátt fyrir mikinn eril hjá lögreglu yfir hátíðina hafi henni ekki borist neinar kærur vegna mála á hátíðinni, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Eins segir Helgi Pétur að almennt hafi verið lítið um ofbeldis- og fíkniefnamál. Eitthvað var um ölvunarakstur, en þá helst hjá fólki sem hélt of snemma af stað út í umferðina eftir áfengisneyslu kvöldið áður. Til tíðinda dró þegar kom að Lopapeysunni, árlegu balli sem haldið er á laugardagskvöldinu í kjölfar brekkusöngsins sívinsæla, sem í ár var stýrt af Ingólfi Þórarinssyni. Uppselt var á viðburðinn og útlit fyrir að færri kæmust að en vildu. Gæslufólk á svæðinu þurfti þó að bregða á það ráð að opna hlið Lopapeysunnar vegna troðnings við inngang ballsvæðisins. Ísólfur Haraldsson, einn skipuleggjenda Lopapeysunnar, þakkar réttum viðbrögðum starfsmanna gæslunnar fyrir að engin stórslys urðu á fólki.Birgitta Haukdal var á meðal þeirra listamanna sem hélt uppi stuðinu.Mummi Lú/LopapeysanÁhuginn mikill eftir að sölu lauk Ísólfur segir í samtali við Vísi að sprenging hafi orðið í áhuga utanbæjarfólks á viðburðinum í ár. Hátt í tólf þúsund IP-tölur hafi skoðað síðu Lopapeysunnar á miða.is eftir að netsölu á viðburðinn lauk á laugardeginum. Hann segir sama fjölda miða hafa verið í boði í og í fyrra, þrjú þúsund stykki. Nú hafi miðarnir hins vegar selst upp fyrir ballið, en venjulega hafa um 800 til þúsund miðar verið í sölu við hurð. Eins og áður segir tók gæslufólk þá ákvörðun að opna hlið Lopapeysunnar með það fyrir augum að leysa úr gríðarlegum troðningi sem myndast hafði fyrir utan viðburðinn. Þannig hafi ekki verið unnt að skanna miða þeirra gesta sem komust inn meðan á mesta troðningnum stóð. Þá er einnig ljóst að einhver þeirra sem hleypt var inn hafi verið án miða.Mannhaf í brekkusöngnum.AðsendÍsólfur segist sérstaklega þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem komu að Lopapeysunni. „Ég er þakklátur öllu því góða fólki sem kom að þessum viðburði sem leysti allt sem upp kom hundrað prósent, stórslysalaust.“ Skoða þurfi framtíð Lopapeysunnar Ísólfur segir skipuleggjendur Lopapeysunnar, sem nú hafa staðið á bak við viðburðinn í 16 ár, þurfa að meta í hvaða mynd hún verður á komandi árum. „Lopapeysan var allt í einu bara 16 ára barn sem að passaði ekki lengur í buxurnar sínar. Nú þarf bara að taka ákvörðun um hvernig framhaldið er. Þetta hefur fengið að vera svolítið lókal viðburður þar sem að Skagamenn bjóða vinum sínum og brottfluttir Skagamenn koma,“ segir Ísólfur. Nú standi skipuleggjendur hins vegar frammi fyrir því að ákveða hvernig framtíð Lopapeysunnar verður háttað. „En þetta er náttúrulega bara verkefni. Þetta hefur verið frábær hátíð frá upphafi og alltaf gengið rosalega vel, gríðarleg ánægja. Nú er bara spurningin í hvaða átt við eigum að fara með þetta.“
Akranes Tónlist Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira