Óli Kristjáns ræddi um félagaskiptagluggann og stöðuna á Gunnari Nielsen Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 11:00 Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn