Unnið átta deildarleiki í röð en hafa áhuga á að stækka hópinn Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 21:45 Rúnar Kristinsson er að gera frábæra hluti í Vesturbænum. vísir/getty „Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45 Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
„Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45 Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45
Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn