„Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 22:10 Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur. vísir/bára Grindavík náði í kvöld í dýrmætt stig gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór 0-0 en Grindavík átti jafnvel skilið öll stigin þrjú. Grindjánar eru bæði búnir að fá fæst mörk á sig í deildinni í sumar og skora fæst en þeir spila gríðarlega þéttan varnarleik. „Ég held að við höfum átt skilið sigurinn miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst við bara vera geggjaðir í seinni hálfleik. Við sýndum að við getum líka spilað góðan fótbolta,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum um frammistöðu sinna manna. Sigurður Bjartur Hallson fékk skalla af stuttu færi í seinni hálfleik sem Haraldur Björnsson varði en boltinn gæti mögulega hafa farið yfir línuna. Fyrst virðist eins og Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt mark en síðan skiptir hann um skoðun og gefur Stjörnunni boltann. „Við fengum dauðafæri til að vinna þennan leik. Síðan er mark sem var dæmt af sem verður að sjá betur. Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat.” Hvert mynduð þið fara út að borða? „Hann má velja.” Framkvæmdin í kringum þennan dóm var smá furðuleg. Allir á vellinum héldu að dómarinn hafi dæmt mark en síðan snýr hann sér við og gefur Stjörnunni boltann og uppkast. Grindjánar voru verulega ósáttir. „Það voru leikmenn hjá mér sem stóðu nálægt markinu sem voru bara að standa og bíða eftir að dómarinn dæmi mark. Þeir vilja meina að boltinn hafi verið langt fyrir innan. Jóhann er einn af okkar bestu aðstoðardómurum og hann tekur bara sína ákvörðun en við verðum að sjá þetta betur.” „Mer sýnist Þorvaldur upprunulega dæma mark en breyti síðan um skoðun eftir að tala við Jóhann. Við getum hinsvegar ekki breytt þessu núna.” Varnarleikur Grindavíkur var góður í kvöld en þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Það hefur hinsvegar vantað uppá mörkin hjá Grindavík í sumar en þeir eru ekki búnir að skora í seinustu 3 deildarleikjum. „Við erum búnir að spila varnarleikinn rosalega vel yfir sumarið. Ég vill meina að við séum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Það þarf bara að skora markið, við fengum alveg góð færi í dag. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur.” Oscar Manuel Conde Cruz spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Hann kom inná á 70. mínútu og gerði góða hluti fyrir spilið hjá Grindavík. „Hann var bara nokkuð sprækur. Hann kom fyrir tveimur dögum síðan og er bara að koma inn í þetta. Ég vonast eftir miklu frá honum.” Oscar Manuel eða Primo eins og hann er kallaður fékk dauðafæri fljótlega eftir að hann kom inná þegar hann komst einn í gegn á móti Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnar. En átti hann ekki að skora úr þessu? „Alveg klárlega. Ég hefði skorað úr þessu færi í spariskónum í mínum.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Grindavík náði í kvöld í dýrmætt stig gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór 0-0 en Grindavík átti jafnvel skilið öll stigin þrjú. Grindjánar eru bæði búnir að fá fæst mörk á sig í deildinni í sumar og skora fæst en þeir spila gríðarlega þéttan varnarleik. „Ég held að við höfum átt skilið sigurinn miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst við bara vera geggjaðir í seinni hálfleik. Við sýndum að við getum líka spilað góðan fótbolta,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum um frammistöðu sinna manna. Sigurður Bjartur Hallson fékk skalla af stuttu færi í seinni hálfleik sem Haraldur Björnsson varði en boltinn gæti mögulega hafa farið yfir línuna. Fyrst virðist eins og Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt mark en síðan skiptir hann um skoðun og gefur Stjörnunni boltann. „Við fengum dauðafæri til að vinna þennan leik. Síðan er mark sem var dæmt af sem verður að sjá betur. Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat.” Hvert mynduð þið fara út að borða? „Hann má velja.” Framkvæmdin í kringum þennan dóm var smá furðuleg. Allir á vellinum héldu að dómarinn hafi dæmt mark en síðan snýr hann sér við og gefur Stjörnunni boltann og uppkast. Grindjánar voru verulega ósáttir. „Það voru leikmenn hjá mér sem stóðu nálægt markinu sem voru bara að standa og bíða eftir að dómarinn dæmi mark. Þeir vilja meina að boltinn hafi verið langt fyrir innan. Jóhann er einn af okkar bestu aðstoðardómurum og hann tekur bara sína ákvörðun en við verðum að sjá þetta betur.” „Mer sýnist Þorvaldur upprunulega dæma mark en breyti síðan um skoðun eftir að tala við Jóhann. Við getum hinsvegar ekki breytt þessu núna.” Varnarleikur Grindavíkur var góður í kvöld en þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Það hefur hinsvegar vantað uppá mörkin hjá Grindavík í sumar en þeir eru ekki búnir að skora í seinustu 3 deildarleikjum. „Við erum búnir að spila varnarleikinn rosalega vel yfir sumarið. Ég vill meina að við séum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Það þarf bara að skora markið, við fengum alveg góð færi í dag. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur.” Oscar Manuel Conde Cruz spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Hann kom inná á 70. mínútu og gerði góða hluti fyrir spilið hjá Grindavík. „Hann var bara nokkuð sprækur. Hann kom fyrir tveimur dögum síðan og er bara að koma inn í þetta. Ég vonast eftir miklu frá honum.” Oscar Manuel eða Primo eins og hann er kallaður fékk dauðafæri fljótlega eftir að hann kom inná þegar hann komst einn í gegn á móti Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnar. En átti hann ekki að skora úr þessu? „Alveg klárlega. Ég hefði skorað úr þessu færi í spariskónum í mínum.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira