Patrick Pedersen lék í gær sinn fyrsta leik með Val í Pepsi Max deildinni í sumar og það var eins og hann hafi aldrei farið.
Pedersen hefur orðið Íslandsmeistari með Val undanfarin tvö sumur og var markakóngur Pepsi deildarinnar í fyrra.
Patrick Pedersen stimplaði sig inn í gær og Valsliðið sýndi sínar bestu hliðar í 3-1 sigri á KA. Þeir léku eins og ríkjandi Íslandsmeistarar en ekki eins og liðið sem hefur dúsað við botn deildarinnar stærsta hluta sumarsins.
Patrick Pedersen skoraði fyrsta markið í leiknum og lagði upp hin tvö fyrir þá Kristinn Frey Sigurðsson og Andra Adolphsson.
Ef það voru einhverjir leikmenn sem komast betur á sína réttu á staði á vellinum við komu Pedersen í framlínuna þá eru það einmitt þeir Kristinn Freyr og Andri.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum á Valsvellinum í gær.