Erlent

Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum.

Flugtæknin hafði ekki rutt sér til rúms árið 1775 og á þeim tíma voru því eðlilega engir flugvellir í Bandaríkjunum. Fyrst var flogið í Bandaríkjunum árið 1903 þegar Wright-bræður komu vél sinni í loftið í því sem talin er fyrsta flugferð mannkynssögunnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.

Þessi klaufalegu mistök Trump er ekki það eina sem hefur orðið tilefni gagnrýni á forsetann vegna framgöngu hans á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Forsetinn er harðlega gagnrýndur fyrir að hafa hervætt þjóðhátíðardaginn með því að láta koma fyrir skriðdrekum í Washington borg, meðal annars einum við Lincoln-minnisvarðann og fyrir að gera sjálfan sig að þungamiðju hátíðarhaldanna en yfirleitt hafa forsetar Bandaríkjanna haldið sig til hlés á þessum degi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×