Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 13:39 Asadullah Sarwari ásamt sonum sínum. Vísir/BaldurHrafnkell Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Málið er til skoðunar hjá stjórnvöldum en fyrirhuguð brottvísun fjölskyldnanna, þar á meðal ungra barna, hefur vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Faðirinn Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Í framhaldinu hefur lögmaður feðganna farið fram á endurupptöku málsins.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirHins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Nemendur hafa safnað sex þúsund undirskriftum og telja um brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að ræða að hafna Zainab um alþjóðlega vernd.Fyrirhuguð eru mótmæli við Hallgrímskirkju klukkan 17 í dag þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Á annað þúsund manns hafa boðað komu sína. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Málið er til skoðunar hjá stjórnvöldum en fyrirhuguð brottvísun fjölskyldnanna, þar á meðal ungra barna, hefur vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Faðirinn Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Í framhaldinu hefur lögmaður feðganna farið fram á endurupptöku málsins.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirHins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Nemendur hafa safnað sex þúsund undirskriftum og telja um brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að ræða að hafna Zainab um alþjóðlega vernd.Fyrirhuguð eru mótmæli við Hallgrímskirkju klukkan 17 í dag þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Á annað þúsund manns hafa boðað komu sína.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40