Lék í myndbandi Kelvyns Colt Sólrún Freyja Sen skrifar 4. júlí 2019 09:00 Símon Nodle er bæði taktasmiður og fyrirsæta. Tónlist Símons Nodle er ekki með neinum söng eða rappi. Það mætti lýsa tónlistinni sem rólegri raftónlist. Símon er svo að stjórna kollektívu 15 taktasmiða sem deila sömu tónlistarstefnu og gefa reglulega út lög. Sjálfur hefur Símon fengið mörg hundruð þúsund spilanir á SoundCloud frá því hann gaf út sitt fyrsta lag þar fyrir um tveimur árum. Hann hefur meðal annars endurhljóðblandað lag eftir Joji sem Joji sjálfur setti læk á. Um daginn gaf Símon út 16 laga blandspólu á Spotify sem lýsir að hans sögn tilfinningalegu ferðalagi frá upphafi til enda. Taktasmiðir semja oft stóran hluta af laglínu rapplaga eða popplaga, ef ekki alla laglínuna. „Þú getur ekki gert gott lag án þess að vera með góðan pródúser (taktasmið).“ Sjálfur stefnir Símon þó ekki á að vinna með íslenskum röppurum. „Ég hlusta varla á íslenskt rapp sjálfur,“ en Símon ber samt virðingu fyrir hörkunni sem rapparar í senunni hér á landi leggja í. Símon lofar að það séu mörg óútgefin lög á leiðinni í útgáfu. Planið er að gefa bæði út lög með öðrum listamönnum og ekki. „Ég er mjög spenntur fyrir því og hlakka til að sjá hvernig það spilast.“Leitar að sínu hljóði Eitthvað hefur Símon komið fram, bæði einn og með öðrum tónlistarmönnum á hátíðum á borð við Airwaves og Secret Solstice. „Ég spilaði á tónleikum með Kef LAVÍK og Vagina Boys í Hörpunni fyrir svona tveimur árum.“ Síðan ákvað Símon að hætta að koma fram með lifandi tónlist og sem plötusnúður. „Mig langaði að einbeita mér meira að því að pródúsa og finna mig sem tónlistarmann. Eftir að Símon dró sig í hlé hefur hann sökkt sér í það að finna þetta hljóð sem hann telur sig vera kominn langt með að gera. „Það er allt að koma til. Ég vil ná því markmiði að einhver hlusti á tónlistina og finni að það er ákveðið hljóð í mínum lögum. Það geta allir gert tónlist en það verður eitthvað að vera á bak við hana. Fólk þarf að geta tengt við lögin.“Taktasmiðir fá ekki verðskuldaða athygli fyrir framlag sitt til tónlistarinnar.Er reglulega í samskiptum við rapparann Kelvyn Colt Síðasta ár hefur Símon unnið sem fyrirsæta fyrir umboðsstofuna Eskimo. „Ég fæ samt eiginlega öll verkefnin mín í gegnum Instagram, en þá segi ég þeim sem senda skilaboð beint til mín að hafa samband við Eskimo svo það sé öruggt að ég fái greitt.“ Símon segir að það séu mjög margir sem vilji greiða fyrir fyrirsætustörf með ýmsum vörum en það er varla hægt að lifa á þeim einum. Símon lék í tónlistarmyndbandi þýska rapparans Kelvyns Colt sem kom út í desember í fyrra. Colt hefur verið á uppleið síðustu misseri og er þekktastur fyrir lagið sitt Bury me alive. Lagið við myndbandið sem Símon lék í heitir Love&hate. Það var tekið upp í íslenskri náttúru þar sem leikararnir eru í gulum göllum sem stangast á við svarthvítt umhverfið. Það má því segja að litasamsetningin passi einstaklega vel við lagið. Símon hefur verið í samskiptum við Colt frá því að þeir kynntust við gerð myndbandsins og jafnvel hefur sú hugmynd komið upp að gera lag saman.Símon ákvað að fara á samning hjá Eskimo fyrir um ári síðan.Rokkar það bara Það er ekki leiðinlegt að vera fyrirsæta að sögn Símons sem hefur tekið þátt í mörgum tískusýningum síðan hann byrjaði. „Það er alveg mikið stress en um leið og þú ert kominn á staðinn og byrjaður þá er það mjög gaman. Maður rokkar það bara.“ Hins vegar stefnir Símon á að starfa frekar sem fyrirsæta og taktasmiður erlendis enda þekkir hann marga í Bandaríkjunum þar sem hann er hálfbandarískur. Símon segir að hann sé að hugsa um að flytja annaðhvort til London eða Los Angeles, framtíðin er opin og að því er virðist björt líka. Að lokum vill Símon þakka fyrir sig þar sem taktasmiðir fá oft ekki næga athygli fyrir sitt framlag til tónlistar í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlist Símons Nodle er ekki með neinum söng eða rappi. Það mætti lýsa tónlistinni sem rólegri raftónlist. Símon er svo að stjórna kollektívu 15 taktasmiða sem deila sömu tónlistarstefnu og gefa reglulega út lög. Sjálfur hefur Símon fengið mörg hundruð þúsund spilanir á SoundCloud frá því hann gaf út sitt fyrsta lag þar fyrir um tveimur árum. Hann hefur meðal annars endurhljóðblandað lag eftir Joji sem Joji sjálfur setti læk á. Um daginn gaf Símon út 16 laga blandspólu á Spotify sem lýsir að hans sögn tilfinningalegu ferðalagi frá upphafi til enda. Taktasmiðir semja oft stóran hluta af laglínu rapplaga eða popplaga, ef ekki alla laglínuna. „Þú getur ekki gert gott lag án þess að vera með góðan pródúser (taktasmið).“ Sjálfur stefnir Símon þó ekki á að vinna með íslenskum röppurum. „Ég hlusta varla á íslenskt rapp sjálfur,“ en Símon ber samt virðingu fyrir hörkunni sem rapparar í senunni hér á landi leggja í. Símon lofar að það séu mörg óútgefin lög á leiðinni í útgáfu. Planið er að gefa bæði út lög með öðrum listamönnum og ekki. „Ég er mjög spenntur fyrir því og hlakka til að sjá hvernig það spilast.“Leitar að sínu hljóði Eitthvað hefur Símon komið fram, bæði einn og með öðrum tónlistarmönnum á hátíðum á borð við Airwaves og Secret Solstice. „Ég spilaði á tónleikum með Kef LAVÍK og Vagina Boys í Hörpunni fyrir svona tveimur árum.“ Síðan ákvað Símon að hætta að koma fram með lifandi tónlist og sem plötusnúður. „Mig langaði að einbeita mér meira að því að pródúsa og finna mig sem tónlistarmann. Eftir að Símon dró sig í hlé hefur hann sökkt sér í það að finna þetta hljóð sem hann telur sig vera kominn langt með að gera. „Það er allt að koma til. Ég vil ná því markmiði að einhver hlusti á tónlistina og finni að það er ákveðið hljóð í mínum lögum. Það geta allir gert tónlist en það verður eitthvað að vera á bak við hana. Fólk þarf að geta tengt við lögin.“Taktasmiðir fá ekki verðskuldaða athygli fyrir framlag sitt til tónlistarinnar.Er reglulega í samskiptum við rapparann Kelvyn Colt Síðasta ár hefur Símon unnið sem fyrirsæta fyrir umboðsstofuna Eskimo. „Ég fæ samt eiginlega öll verkefnin mín í gegnum Instagram, en þá segi ég þeim sem senda skilaboð beint til mín að hafa samband við Eskimo svo það sé öruggt að ég fái greitt.“ Símon segir að það séu mjög margir sem vilji greiða fyrir fyrirsætustörf með ýmsum vörum en það er varla hægt að lifa á þeim einum. Símon lék í tónlistarmyndbandi þýska rapparans Kelvyns Colt sem kom út í desember í fyrra. Colt hefur verið á uppleið síðustu misseri og er þekktastur fyrir lagið sitt Bury me alive. Lagið við myndbandið sem Símon lék í heitir Love&hate. Það var tekið upp í íslenskri náttúru þar sem leikararnir eru í gulum göllum sem stangast á við svarthvítt umhverfið. Það má því segja að litasamsetningin passi einstaklega vel við lagið. Símon hefur verið í samskiptum við Colt frá því að þeir kynntust við gerð myndbandsins og jafnvel hefur sú hugmynd komið upp að gera lag saman.Símon ákvað að fara á samning hjá Eskimo fyrir um ári síðan.Rokkar það bara Það er ekki leiðinlegt að vera fyrirsæta að sögn Símons sem hefur tekið þátt í mörgum tískusýningum síðan hann byrjaði. „Það er alveg mikið stress en um leið og þú ert kominn á staðinn og byrjaður þá er það mjög gaman. Maður rokkar það bara.“ Hins vegar stefnir Símon á að starfa frekar sem fyrirsæta og taktasmiður erlendis enda þekkir hann marga í Bandaríkjunum þar sem hann er hálfbandarískur. Símon segir að hann sé að hugsa um að flytja annaðhvort til London eða Los Angeles, framtíðin er opin og að því er virðist björt líka. Að lokum vill Símon þakka fyrir sig þar sem taktasmiðir fá oft ekki næga athygli fyrir sitt framlag til tónlistar í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira