Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 15:07 Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. Vísir/vilhelm Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en sést hefur undanfarin átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstöður mælinga jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð árið 2017, sem var í meira lagi, en sennilega töluvert minna en árið 2011. Hlaupið það ár tók af brúna á þjóðvegi eitt. Þannig er hámarksrennsli úr hlaupinu árið 2017 lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveginn, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað. Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu en ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni. Vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast. Hér að neðan má nálgast upplýsingar frá Almannavörnum um hættur og leiðbeiningar í tengslum við hlaup í Múlakvísl.Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl: 1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey. 2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl. 3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil. 4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.Leiðbeiningar: 1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur. 2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi. 3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm Almannavarnir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41 Lítið hlaup í Múlakvísl Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. 15. janúar 2019 15:52 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en sést hefur undanfarin átta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Niðurstöður mælinga jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til þess að rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð árið 2017, sem var í meira lagi, en sennilega töluvert minna en árið 2011. Hlaupið það ár tók af brúna á þjóðvegi eitt. Þannig er hámarksrennsli úr hlaupinu árið 2017 lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveginn, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað. Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu en ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni. Vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast. Hér að neðan má nálgast upplýsingar frá Almannavörnum um hættur og leiðbeiningar í tengslum við hlaup í Múlakvísl.Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl: 1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey. 2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl. 3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil. 4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.Leiðbeiningar: 1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur. 2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi. 3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm
Almannavarnir Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41 Lítið hlaup í Múlakvísl Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. 15. janúar 2019 15:52 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6. janúar 2018 12:41
Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40