Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 14:40 Asadullah Sarwari ásamt sonum sínum. Vísir/BaldurHrafnkell Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur, hefur farið fram á endurupptöku máls Sawari feðganna. En fyrir hönd Asadulla Sawari og sona hans Said Mahdi Sarwari og Said Ali Akbar Sarwari er farið fram á að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi í ljósi breyttra aðstæðna. Til vara er krafist að nefndin samþykki frestun réttaráhrifa þannig að fjölskyldan geti dvalið hér á landi á meðan dómstólar komast að endanlegri niðurstöðu. Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Krafa um endurupptöku er reist á þeim grundvelli að aðstæður hafa verulega breyst frá því ákvörðun var tekin. Nú liggur fyrir mat geðlæknis og hjúkrunarfræðings á BUGL að Said Mahdi Sarwari sé ekki í ástandi til að fara í flug vegna vanlíðan og mikils kvíða samkvæmt bráðamóttökuskrá sem undirrituð er af Þóru Kristinsdóttur, lækni, og Ólafi Heiðari Þorvaldssyni, sérfræðilæknis.Mat sérfræðinga að drengurinn glími við kvíða og depurð Í endurupptökubeiðni segir: „Gögn málsins benda til þess að umbjóðandi minn glími við alvarleg einkenni kvíða og depurðar auk einhverra áfallaeinkenna. Þá var það mat ofangreindra lækna að umbjóðandi minn uppfylli greiningarskilmerki fyrir „depressive episode“. Þá segir einnig að íslenskum stjórnvöldum beri að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins. Yrði óvarlegt að rjúfa læknismeðferð „Áréttað er ofangreind bráðamóttökuskrá þess efnis að fyrirhuguð brottvísun muni valda umbjóðanda mínum, Said Mahdi Sarwari, sálrænum skaða eins og er,“ segir í beiðninni. Þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir á fyrri stigum en ástand barnsins var það alvarlegt að stoðdeild lögreglunnar treysti sér ekki til að framkvæma þá brottvísun sem fyrirhuguð var í vikunni. „Stoðdeild stendur oft frammi fyrir því að flytja aðila í slæmu andlegu ástandi úr landi en það að brottvísun hafi verið frestað segir sitt um alvarleika þessa máls og þeirra veikinda sem Said Mahdi Sarwari er að glíma við. Þá verður einnig að ítreka það sem fram kemur í bráðamóttökuskránni að frekari meðferð er fyrirhuguð hjá sérfræðingum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Óvarlegt væri að rjúfa þá meðferð sem hafin er enda væri það andstætt hagsmunum barnsins.“ Afganistan Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur, hefur farið fram á endurupptöku máls Sawari feðganna. En fyrir hönd Asadulla Sawari og sona hans Said Mahdi Sarwari og Said Ali Akbar Sarwari er farið fram á að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi í ljósi breyttra aðstæðna. Til vara er krafist að nefndin samþykki frestun réttaráhrifa þannig að fjölskyldan geti dvalið hér á landi á meðan dómstólar komast að endanlegri niðurstöðu. Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Krafa um endurupptöku er reist á þeim grundvelli að aðstæður hafa verulega breyst frá því ákvörðun var tekin. Nú liggur fyrir mat geðlæknis og hjúkrunarfræðings á BUGL að Said Mahdi Sarwari sé ekki í ástandi til að fara í flug vegna vanlíðan og mikils kvíða samkvæmt bráðamóttökuskrá sem undirrituð er af Þóru Kristinsdóttur, lækni, og Ólafi Heiðari Þorvaldssyni, sérfræðilæknis.Mat sérfræðinga að drengurinn glími við kvíða og depurð Í endurupptökubeiðni segir: „Gögn málsins benda til þess að umbjóðandi minn glími við alvarleg einkenni kvíða og depurðar auk einhverra áfallaeinkenna. Þá var það mat ofangreindra lækna að umbjóðandi minn uppfylli greiningarskilmerki fyrir „depressive episode“. Þá segir einnig að íslenskum stjórnvöldum beri að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins. Yrði óvarlegt að rjúfa læknismeðferð „Áréttað er ofangreind bráðamóttökuskrá þess efnis að fyrirhuguð brottvísun muni valda umbjóðanda mínum, Said Mahdi Sarwari, sálrænum skaða eins og er,“ segir í beiðninni. Þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir á fyrri stigum en ástand barnsins var það alvarlegt að stoðdeild lögreglunnar treysti sér ekki til að framkvæma þá brottvísun sem fyrirhuguð var í vikunni. „Stoðdeild stendur oft frammi fyrir því að flytja aðila í slæmu andlegu ástandi úr landi en það að brottvísun hafi verið frestað segir sitt um alvarleika þessa máls og þeirra veikinda sem Said Mahdi Sarwari er að glíma við. Þá verður einnig að ítreka það sem fram kemur í bráðamóttökuskránni að frekari meðferð er fyrirhuguð hjá sérfræðingum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Óvarlegt væri að rjúfa þá meðferð sem hafin er enda væri það andstætt hagsmunum barnsins.“
Afganistan Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30