Óhollt mataræði lækkar sæðistöluna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2019 08:15 Viðfangsefni rannsóknarinnar voru danskir hermenn á aldrinum 18 til 22 ára, á níu ára tímabili. Nordicphotos/AFP Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard-háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjósemi en hjá þeim sem velja hollara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undanfarna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem notaðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rannsóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjóseminnar.“ Mönnunum var skipt í fjóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokallaðan smörrebröd-flokk sem borðaði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsóknina sem og greining á ýmsum kynhormónum. Vísindamennirnir sáu umtalsverðan mun á hópunum, sérstaklega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndibita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörrebröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Miklar hjólreiðar, reykingar, streita og fleira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum. Þórhallur telur að mataræðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveður að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenningar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um hormónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Frjósemi Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard-háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjósemi en hjá þeim sem velja hollara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undanfarna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem notaðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rannsóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjóseminnar.“ Mönnunum var skipt í fjóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokallaðan smörrebröd-flokk sem borðaði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsóknina sem og greining á ýmsum kynhormónum. Vísindamennirnir sáu umtalsverðan mun á hópunum, sérstaklega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndibita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörrebröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Miklar hjólreiðar, reykingar, streita og fleira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum. Þórhallur telur að mataræðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveður að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenningar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um hormónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Frjósemi Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira