Óhollt mataræði lækkar sæðistöluna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2019 08:15 Viðfangsefni rannsóknarinnar voru danskir hermenn á aldrinum 18 til 22 ára, á níu ára tímabili. Nordicphotos/AFP Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard-háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjósemi en hjá þeim sem velja hollara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undanfarna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem notaðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rannsóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjóseminnar.“ Mönnunum var skipt í fjóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokallaðan smörrebröd-flokk sem borðaði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsóknina sem og greining á ýmsum kynhormónum. Vísindamennirnir sáu umtalsverðan mun á hópunum, sérstaklega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndibita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörrebröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Miklar hjólreiðar, reykingar, streita og fleira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum. Þórhallur telur að mataræðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveður að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenningar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um hormónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Frjósemi Vísindi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard-háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjósemi en hjá þeim sem velja hollara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undanfarna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem notaðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rannsóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjóseminnar.“ Mönnunum var skipt í fjóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokallaðan smörrebröd-flokk sem borðaði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsóknina sem og greining á ýmsum kynhormónum. Vísindamennirnir sáu umtalsverðan mun á hópunum, sérstaklega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndibita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörrebröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Miklar hjólreiðar, reykingar, streita og fleira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum. Þórhallur telur að mataræðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveður að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenningar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um hormónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Frjósemi Vísindi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent