Hætti að sitja fyrir hjá Victoria's Secret vegna femínískra gilda Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 09:12 Karlie Kloss er ein frægasta fyrirsæta heims. Vísir/Getty Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira