Kolbrún býður fram krafta sína í leikhússtjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 16:49 Kolbrún Halldórsdóttir hefur mikla reynslu úr leikhúsgeiranum. Fréttablaðið/Stefán Kolbrún Halldórsdóttir, leikhússtjóri og fyrrverandi alþingismaður, er meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra. Frestur til að sækja um starfið rennur út í dag. „Ég er búin að senda inn umsóknina,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir í samtali við Vísi. Hún bætist í hóp reynslumikilla umsækjenda um starfið. Má þar nefna núverandi Þjóðleikhússtjóra Ara Matthíassonar, Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra. „Það er alltaf gott þegar margt hæft fólk sækir um svona embætti. Það skiptir svo máli að það veljist vel í það. Það er flott að hafa þetta marga kosti af hæfum einstaklingum,“ bætir Kolbrún við. Auk fyrrnefndra hefur Brynhildur Guðjónsdóttir lýst yfir áhuga á starfinu. Hún vildi ekki staðfesta að hún ætlaði að sækja um en sagðist mjög spennt að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinu þegar nöfn umsækjenda verða birt. Nýtt Þjóðleikhúsráð tók til starfa í dag en fráfarandi ráð sagði af sér á einu bretti til að ráðning í starfið yrði yfir vafa hafin. Leikhús Tengdar fréttir Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36 Kristín Eysteins blandar sér í baráttuna um Þjóðleikhússtjórastólinn Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. 1. júlí 2019 11:23 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, leikhússtjóri og fyrrverandi alþingismaður, er meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra. Frestur til að sækja um starfið rennur út í dag. „Ég er búin að senda inn umsóknina,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir í samtali við Vísi. Hún bætist í hóp reynslumikilla umsækjenda um starfið. Má þar nefna núverandi Þjóðleikhússtjóra Ara Matthíassonar, Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra. „Það er alltaf gott þegar margt hæft fólk sækir um svona embætti. Það skiptir svo máli að það veljist vel í það. Það er flott að hafa þetta marga kosti af hæfum einstaklingum,“ bætir Kolbrún við. Auk fyrrnefndra hefur Brynhildur Guðjónsdóttir lýst yfir áhuga á starfinu. Hún vildi ekki staðfesta að hún ætlaði að sækja um en sagðist mjög spennt að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinu þegar nöfn umsækjenda verða birt. Nýtt Þjóðleikhúsráð tók til starfa í dag en fráfarandi ráð sagði af sér á einu bretti til að ráðning í starfið yrði yfir vafa hafin.
Leikhús Tengdar fréttir Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36 Kristín Eysteins blandar sér í baráttuna um Þjóðleikhússtjórastólinn Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. 1. júlí 2019 11:23 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36
Kristín Eysteins blandar sér í baráttuna um Þjóðleikhússtjórastólinn Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. 1. júlí 2019 11:23