Félag Pedersen, FC Sheriff, hefur staðfest að Pedersen sé á förum frá félaginu eftir sex mánaða dvöl. Hann kom þangað frá Valsmönnum eftir að hafa verið markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra. Hann var líka markahæstur í efstu deild árið 2015. Eins og sjá má hér að neðan þá segja Valsmenn að allt sé klappað og klárt.
"BÚMM! - Staðfest" #valurfotbolti#valur#fotboltinet#PepsiMaxDeildinpic.twitter.com/Lel2SXipUb
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) July 1, 2019
Pedersen er fjórði markahæsti leikmaður Vals í efstu deild frá upphafi með 47 mörk í 72 leikjum.