Blikar hafa ekki tapað í Frostaskjólinu í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 15:00 KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason á ferðinni í leik liðanna í fyrra. Vísir/Anton Blikar eru vanir að taka stig með sér heim í Smárann þegar þeir mæta KR-ingum í Vesturbænum. Svo hefur verið raunin undanfarin sjö ár. KR og Breiðablik mætast í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55 og strax á eftir, eða klukkan 21.15, munu síðan Pepsi Max mörkin gera upp alla umferðina. KR-ingum hefur ekki tekist að vinna heimaleik á móti Breiðabliki í að verða átta ár eða síðan að KR vann 4-0 sigur á þá ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks 24. júlí 2011. Mörk KR í þeim sigri skoruðu þeir Guðjón Baldvinsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason. Hannes Þór Halldórsson, núverandi markvörður Vals, stóð þá í KR-markinu og Bjarni Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins, var með fyrirliðabandið. Óskar Örn og Skúli Jón eru einu leikmenn KR í dag sem voru í byrjunarliðinu í þessum leik en á bekknum voru Gunnar Þór Gunnarsson og Aron Bjarki Jósepsson. Það var samt nóg af núverandi KR-ingum í liði Blika í þessum leik eða þeir Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Blikar hefndu fyrir það tap með 4-0 sigri á KR-vellinum árið eftir og síðustu sex deildarleikir liðanna í Frostaskjóli hafa síðan endaði með jafntefli. KR-liðið vann einmitt bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn síðasta tímabilið sem félagið vann heimaleik á móti Blikum en Rúnar Kristinsson gerði KR að tvöföldum meisturum sumarið 2011. KR hefur hvorki unnið Blika á heimavelli né tvöfalt síðan. Blikar hafa fengið 22 stig út úr leikjum sínum á móti KR undanfarin sjö sumur en KR-ingar bara 13 stig. Markatalan er 20-13 Blikum í vil.Blikar á KR-vellinum síðustu sjö ár: 2018 - Jafntefli (1-1) 2017 - Jafntefli (1-1) 2016 - Jafntefli (1-1) 2015 - Jafntefli (0-0) 2014 - Jafntefli (1-1) 2013 - Jafntefli (1-1) 2012 - Sigur (4-0)Stig KR og Breiðabliks í deildarleikjum liðanna 2012 til 2018: 2018 - Breiðablik 4, KR 1 2017 - KR 4, Breiðablik 1 2016 - Breiðablik 4, KR 1 2015 - Breiðablik 2, KR 2 2014 - KR 4, Breiðablik 1 2013 - Breiðablik 4, KR 1 2012 - Breiðablik 6, KR 0Samtals: Breiðablik 22, KR 13 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Blikar eru vanir að taka stig með sér heim í Smárann þegar þeir mæta KR-ingum í Vesturbænum. Svo hefur verið raunin undanfarin sjö ár. KR og Breiðablik mætast í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55 og strax á eftir, eða klukkan 21.15, munu síðan Pepsi Max mörkin gera upp alla umferðina. KR-ingum hefur ekki tekist að vinna heimaleik á móti Breiðabliki í að verða átta ár eða síðan að KR vann 4-0 sigur á þá ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks 24. júlí 2011. Mörk KR í þeim sigri skoruðu þeir Guðjón Baldvinsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason. Hannes Þór Halldórsson, núverandi markvörður Vals, stóð þá í KR-markinu og Bjarni Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins, var með fyrirliðabandið. Óskar Örn og Skúli Jón eru einu leikmenn KR í dag sem voru í byrjunarliðinu í þessum leik en á bekknum voru Gunnar Þór Gunnarsson og Aron Bjarki Jósepsson. Það var samt nóg af núverandi KR-ingum í liði Blika í þessum leik eða þeir Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Blikar hefndu fyrir það tap með 4-0 sigri á KR-vellinum árið eftir og síðustu sex deildarleikir liðanna í Frostaskjóli hafa síðan endaði með jafntefli. KR-liðið vann einmitt bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn síðasta tímabilið sem félagið vann heimaleik á móti Blikum en Rúnar Kristinsson gerði KR að tvöföldum meisturum sumarið 2011. KR hefur hvorki unnið Blika á heimavelli né tvöfalt síðan. Blikar hafa fengið 22 stig út úr leikjum sínum á móti KR undanfarin sjö sumur en KR-ingar bara 13 stig. Markatalan er 20-13 Blikum í vil.Blikar á KR-vellinum síðustu sjö ár: 2018 - Jafntefli (1-1) 2017 - Jafntefli (1-1) 2016 - Jafntefli (1-1) 2015 - Jafntefli (0-0) 2014 - Jafntefli (1-1) 2013 - Jafntefli (1-1) 2012 - Sigur (4-0)Stig KR og Breiðabliks í deildarleikjum liðanna 2012 til 2018: 2018 - Breiðablik 4, KR 1 2017 - KR 4, Breiðablik 1 2016 - Breiðablik 4, KR 1 2015 - Breiðablik 2, KR 2 2014 - KR 4, Breiðablik 1 2013 - Breiðablik 4, KR 1 2012 - Breiðablik 6, KR 0Samtals: Breiðablik 22, KR 13
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Leik lokið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira