Öll sveitarfélög á Vesturlandi kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 18:26 Frá Kjalarnesi. Vísir/egill Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna sem birt var í gær segir að sveitarfélögin standi með Akraneskaupstað og kæri ákvörðunina á sömu forsendum. Um er að ræða Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Vegagerðin, sem einnig hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum. Skipulagsstofnun komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Bera sveitarfélögin því fyrir sig í kærunni að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggi á röngum forsendum, sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og beri að ógilda. Þá er bent á að ekki sé um nýjan veg að ræða og land sem raskist við framkvæmdina hafi þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið. Einnig var vísað til þess í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út fyrr í þessum mánuði að framkvæmdin hefði afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis. Henni væri jafnframt ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. Akranes Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59 Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna sem birt var í gær segir að sveitarfélögin standi með Akraneskaupstað og kæri ákvörðunina á sömu forsendum. Um er að ræða Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Vegagerðin, sem einnig hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum. Skipulagsstofnun komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Bera sveitarfélögin því fyrir sig í kærunni að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggi á röngum forsendum, sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og beri að ógilda. Þá er bent á að ekki sé um nýjan veg að ræða og land sem raskist við framkvæmdina hafi þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið. Einnig var vísað til þess í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út fyrr í þessum mánuði að framkvæmdin hefði afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis. Henni væri jafnframt ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“.
Akranes Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59 Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59
Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17