Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 19. júlí 2019 19:15 Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00