Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Einn maður var kærður vegna málsins og greiddi hann sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst.
Undanfarið hafa tollverðir lagt hald á ólöglega innflutta stera í þremur aðskildum málum sem hafa komið upp við komu Norrænu til landsins. Lagt var hald á um tuttugu þúsund töflur í föstu formi og tæpa þrjá lítra í fljótandi formi. Málin eru enn til rannsóknar.

