Enski boltinn

Zaha óskar eftir sölu frá Crystal Palace

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Wilfried Zaha
Wilfried Zaha vísir/getty
Sóknarmaðurinn öflugi Wilfried Zaha hefur farið fram á að fá að yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace í sumar. 

Zaha lagði fram beiðni þess efnis um leið og hann kom til Lundúna eftir að hafa verið með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni í sumar.

Arsenal hefur mikinn áhuga á þessum 26 ára leikmanni og lögðu Skytturnar fram 40 milljóna punda tilboð á dögunum. Því var umsvifalaust hafnað og lét Roy Hodgson, stjóri Palace, hafa eftir sér að það tilboð væri óra fjarri markaðsvirði Zaha.

Zaha skoraði 10 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann reyndi fyrir sér hjá Manchester United á árunum 2013-2015 með litlum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×