„Ekki oft sem þú upplifir svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 19:36 Rúnar Páll og félagar mæta Espanyol í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/bára „Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
„Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38