Ætlum okkur að breyta nálguninni Hjörvar Ólafsson skrifar 18. júlí 2019 12:30 Arnar Þór Viðarsson hefur verið í tvo og hálfan mánuð í starfi sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSí og hefur á þeim tíma mótað breytt fyrirkomulag landsliðsæfinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Arnar Þór viðraði pælingar sínar um breytta nálgun á því hvernig utanumhald og fyrirkomulag yrði við æfingar hjá yngri landsliðum Íslands í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 um síðustu helgi. Knattspyrnuáhugamenn og þá kannski aðallega þeir sem lifa og hrærast í knattspyrnu og starfa í félögunum hafa rætt og skipst á skoðunum um vangaveltur Arnars Þórs. Fréttablaðið fékk Arnar Þór til þess að útskýra á nánari hátt hugmyndafræði sína og samstarfsmanna sinna en honum gafst ráðrúm til þess að gera í fyrrgreindum útvarpsþætti. „Það sem er mikill kostur að mínu mati við það að ég hafi verið ráðinn í þetta starf er að ég hef starfað í Belgíu undanfarna tvo áratugi um það bil. Af þeim sökum þekki ég knattspyrnuumhverfið hér heima ekkert og þekki ekki náið þá sem starfa innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Af þeim sökum kem ég með ferskan koll til leiks og hugmyndir sem eru mögulega öðruvísi en hjá þeim sem hafa stýrt málum hér síðustu árin,“ segir Arnar Þór í samtali við Fréttablaðið.Íslensku landsliðsstrákarnir á æfingu á HM í Rússlandi sumarið 2018.Getty/ Hector VivasErum aftarlega á merinni á ýmsum sviðum í þjálfun „Ég hef tekið fyrstu tvo mánuðina rúma í það að skoða landslagið, kynna mér hlutina og skoða það hvernig félögin starfa. Það sem kemur mér mest á óvart er hversu lítið hefur breyst þessa tvo áratugi um það bil sem ég hef verið í burtu og hversu aftarlega við erum á vissum sviðum við þjálfun knattspyrnu. Belgarnir fóru í ákveðna naflaskoðun með alla sína þjálfun og mótamál fyrir 20 árum og mér finnst við þurfa að gera það sama núna,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður enn fremur. „Það sem ég á við þar er að við þurfum að auka tempóið á æfingum félagsliða á öllum aldursstigum og þá sérstaklega eftir 13-14 ára aldur og allra yngri landsliðanna. Mér finnst að það eigi að spila án þess að taka innköst með höndunum, markvörður megi rekja boltann frá marki sínu þegar spilað er og fleiri atriði í þeim dúr sem auka hraða og ákefð í leikjum,“ segir hann til nánari útskýringar. „Þá finnst mér að leikmenn í öllum flokkum eigi að spila með reglulegra millibili, það er alla jafna einn leik í hverri viku yfir allt árið með hæfilega löngum fríum um hátíðir og á sumrin. Leikmenn læra mest og hafa mest gaman af því að spila við önnur lið. Þá spila Belgar til dæmis í aldursflokknum sem samsvarar 5. flokki hér heima 3x25 á meðan við spilum 2x20. Með því að spila í fleiri leikhlutum gefur það þjálfurum í fyrsta lagi fleiri tækifæri til þess að hrósa fyrir það sem vel er gert og laga það sem aflaga fer. Þá fá leikmenn lengri tíma til þess að þróa sinn leik og bæta sig meira í hverjum leik fyrir sig,“ segir hann.Auk þess að vera yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ er Arnar Þór Viðarsson þjálfari U-21 árs liðs karla. Hér sést hann ásamt aðstoðarmanni sínum með U-21 árs liðið, Eiði Smára Guðjohnsen.vísir/vilhelmEkki að fara að skipa félögum fyrir um það hvernig þau starfa„Það er samt mikilvægt að hafa í huga að þetta er bara mín skoðun á því hvernig gera eigi hlutina og ég get ekki þvingað félögin til þess á vinna á þennan hátt. Það eina sem KSÍ getur gert er að leiðbeina um að þetta sé góð leið til þess að ná framförum á þjálfaranámskeiðum. Svo get ég viðrað þessa skoðun mína ef hennar er óskað hjá þjálfurum félaganna. Markmið mitt er ekki að stýra því hvernig félög starfa heldur frekar gefa ráð sem ég tel heillavænleg,“ segir Arnar sem auk þess að vera yfirmaður knattspyrnusviðs er þjálfari U-21 árs landsliðsins. Hann vill breyta nálgun, vinnuumhverfi og verklagi við æfingar yngri landsliðanna og ákveðið hefur verið að hrinda vangaveltum hans og samstarfsmanna hans í framkvæmd í október á næsta ári. „Við erum með margar hugmyndir í kollinum sem hafa það að leiðarljósi að bæta umhverfið. Einni af þeim sem eru komnar á teikniborðið og verður hrint í framkvæmd er að breyta því hvernig yngri landsliðin æfa. Fyrir það fyrsta ætlum við að fjölga æfingum á árinu úr 15 í 25 án þess að fjölga þeim gluggum þar sem leikmenn koma á landsliðsæfingar. Yngri landsliðin munu æfa í tveimur gluggum á hverju skólamisseri og æfa á virkum dögum í stað þess að æfa um helgar. Við munum vinna í samstarfi við skólakerfið og það er skilyrði af okkar hálfu að leikmenn séu að standa í stykkinu í skólanum ætli þeir að vera valdir,“ segir Arnar Þór.Blikastúlkur fagna marki í leik í Pepsi Max deild kvenna í sumar.vísir/daníel þórÆfa á öðrum tímum en áður „Kvennalandsliðin æfa á þeim tímum þar sem A-landsliðin eru að spila fyrir keppnistímabilið og af þeim sökum þarf ekki að fresta leikjum í meistaraflokki vegna landsliðsæfinga. Liðin æfa í tvo til þrjá daga í senn og taka um það bil fimm æfingar á þeim tíma sem við erum saman. Þannig væri til dæmis týpískur dagur með einni tempóæfingu um morguninn, hádegismat og mögulega fyrirlestri og svo rólegri æfingu síðdegis. Með þessu fá leikmenn meira út úr hverri æfingu fyrir sig og þurfa ekki að sleppa leikjum með félagsliðum sínum,“ segir hann um fyrirkomulag landsliðsæfinganna. „Það er svo þannig að hugmyndin er hvorki að umbylta kerfinu eða fara í stríð við félögin um leikmenn þeirra. Við erum einfaldlega að færa æfingarnar, skerpa á því hvernig er æft og bæta æfingarnar sjálfar. Þjálfarar fá að vita það fyrir fram hvenær þessir fimm gluggar og önnur verkefni landsliðanna fara fram og meti þjálfarar meistaraflokksliða það sem svo að það sé betra að leikmenn séu hjá sér og spili leiki með félagsliðum í stað landsliða þá þvingum við ekki félögin til þess að láta leikmennina af hendi. Við vinnum þetta í nánu og góðu samstarfi og það hefur gengið vel hingað til og mun gera það áfram trúi ég,“ segir Arnar sem vill slá á áhyggjuraddir félagsliðaþjálfaranna ef einhverjar eru. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Arnar Þór viðraði pælingar sínar um breytta nálgun á því hvernig utanumhald og fyrirkomulag yrði við æfingar hjá yngri landsliðum Íslands í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 um síðustu helgi. Knattspyrnuáhugamenn og þá kannski aðallega þeir sem lifa og hrærast í knattspyrnu og starfa í félögunum hafa rætt og skipst á skoðunum um vangaveltur Arnars Þórs. Fréttablaðið fékk Arnar Þór til þess að útskýra á nánari hátt hugmyndafræði sína og samstarfsmanna sinna en honum gafst ráðrúm til þess að gera í fyrrgreindum útvarpsþætti. „Það sem er mikill kostur að mínu mati við það að ég hafi verið ráðinn í þetta starf er að ég hef starfað í Belgíu undanfarna tvo áratugi um það bil. Af þeim sökum þekki ég knattspyrnuumhverfið hér heima ekkert og þekki ekki náið þá sem starfa innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Af þeim sökum kem ég með ferskan koll til leiks og hugmyndir sem eru mögulega öðruvísi en hjá þeim sem hafa stýrt málum hér síðustu árin,“ segir Arnar Þór í samtali við Fréttablaðið.Íslensku landsliðsstrákarnir á æfingu á HM í Rússlandi sumarið 2018.Getty/ Hector VivasErum aftarlega á merinni á ýmsum sviðum í þjálfun „Ég hef tekið fyrstu tvo mánuðina rúma í það að skoða landslagið, kynna mér hlutina og skoða það hvernig félögin starfa. Það sem kemur mér mest á óvart er hversu lítið hefur breyst þessa tvo áratugi um það bil sem ég hef verið í burtu og hversu aftarlega við erum á vissum sviðum við þjálfun knattspyrnu. Belgarnir fóru í ákveðna naflaskoðun með alla sína þjálfun og mótamál fyrir 20 árum og mér finnst við þurfa að gera það sama núna,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður enn fremur. „Það sem ég á við þar er að við þurfum að auka tempóið á æfingum félagsliða á öllum aldursstigum og þá sérstaklega eftir 13-14 ára aldur og allra yngri landsliðanna. Mér finnst að það eigi að spila án þess að taka innköst með höndunum, markvörður megi rekja boltann frá marki sínu þegar spilað er og fleiri atriði í þeim dúr sem auka hraða og ákefð í leikjum,“ segir hann til nánari útskýringar. „Þá finnst mér að leikmenn í öllum flokkum eigi að spila með reglulegra millibili, það er alla jafna einn leik í hverri viku yfir allt árið með hæfilega löngum fríum um hátíðir og á sumrin. Leikmenn læra mest og hafa mest gaman af því að spila við önnur lið. Þá spila Belgar til dæmis í aldursflokknum sem samsvarar 5. flokki hér heima 3x25 á meðan við spilum 2x20. Með því að spila í fleiri leikhlutum gefur það þjálfurum í fyrsta lagi fleiri tækifæri til þess að hrósa fyrir það sem vel er gert og laga það sem aflaga fer. Þá fá leikmenn lengri tíma til þess að þróa sinn leik og bæta sig meira í hverjum leik fyrir sig,“ segir hann.Auk þess að vera yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ er Arnar Þór Viðarsson þjálfari U-21 árs liðs karla. Hér sést hann ásamt aðstoðarmanni sínum með U-21 árs liðið, Eiði Smára Guðjohnsen.vísir/vilhelmEkki að fara að skipa félögum fyrir um það hvernig þau starfa„Það er samt mikilvægt að hafa í huga að þetta er bara mín skoðun á því hvernig gera eigi hlutina og ég get ekki þvingað félögin til þess á vinna á þennan hátt. Það eina sem KSÍ getur gert er að leiðbeina um að þetta sé góð leið til þess að ná framförum á þjálfaranámskeiðum. Svo get ég viðrað þessa skoðun mína ef hennar er óskað hjá þjálfurum félaganna. Markmið mitt er ekki að stýra því hvernig félög starfa heldur frekar gefa ráð sem ég tel heillavænleg,“ segir Arnar sem auk þess að vera yfirmaður knattspyrnusviðs er þjálfari U-21 árs landsliðsins. Hann vill breyta nálgun, vinnuumhverfi og verklagi við æfingar yngri landsliðanna og ákveðið hefur verið að hrinda vangaveltum hans og samstarfsmanna hans í framkvæmd í október á næsta ári. „Við erum með margar hugmyndir í kollinum sem hafa það að leiðarljósi að bæta umhverfið. Einni af þeim sem eru komnar á teikniborðið og verður hrint í framkvæmd er að breyta því hvernig yngri landsliðin æfa. Fyrir það fyrsta ætlum við að fjölga æfingum á árinu úr 15 í 25 án þess að fjölga þeim gluggum þar sem leikmenn koma á landsliðsæfingar. Yngri landsliðin munu æfa í tveimur gluggum á hverju skólamisseri og æfa á virkum dögum í stað þess að æfa um helgar. Við munum vinna í samstarfi við skólakerfið og það er skilyrði af okkar hálfu að leikmenn séu að standa í stykkinu í skólanum ætli þeir að vera valdir,“ segir Arnar Þór.Blikastúlkur fagna marki í leik í Pepsi Max deild kvenna í sumar.vísir/daníel þórÆfa á öðrum tímum en áður „Kvennalandsliðin æfa á þeim tímum þar sem A-landsliðin eru að spila fyrir keppnistímabilið og af þeim sökum þarf ekki að fresta leikjum í meistaraflokki vegna landsliðsæfinga. Liðin æfa í tvo til þrjá daga í senn og taka um það bil fimm æfingar á þeim tíma sem við erum saman. Þannig væri til dæmis týpískur dagur með einni tempóæfingu um morguninn, hádegismat og mögulega fyrirlestri og svo rólegri æfingu síðdegis. Með þessu fá leikmenn meira út úr hverri æfingu fyrir sig og þurfa ekki að sleppa leikjum með félagsliðum sínum,“ segir hann um fyrirkomulag landsliðsæfinganna. „Það er svo þannig að hugmyndin er hvorki að umbylta kerfinu eða fara í stríð við félögin um leikmenn þeirra. Við erum einfaldlega að færa æfingarnar, skerpa á því hvernig er æft og bæta æfingarnar sjálfar. Þjálfarar fá að vita það fyrir fram hvenær þessir fimm gluggar og önnur verkefni landsliðanna fara fram og meti þjálfarar meistaraflokksliða það sem svo að það sé betra að leikmenn séu hjá sér og spili leiki með félagsliðum í stað landsliða þá þvingum við ekki félögin til þess að láta leikmennina af hendi. Við vinnum þetta í nánu og góðu samstarfi og það hefur gengið vel hingað til og mun gera það áfram trúi ég,“ segir Arnar sem vill slá á áhyggjuraddir félagsliðaþjálfaranna ef einhverjar eru.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti