Enski boltinn

Birkir skoraði í sigri Aston Villa

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa er í æfingaferð í Bandaríkjunum um þessar mundir líkt og mörg önnur evrópsk lið sem undirbúa sig að krafti fyrir deildarkeppnina sem hefst í næsta mánuði.

Villa, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, vann öruggan 0-3 sigur á MLS liðinu Minnesota United í nótt.

Jack Grealish bar fyrirliðaband Villa í leiknum og kom liði sínu í forystu eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan í leikhléi 0-1.

Í hálfleik voru gerðar 11 skiptingar og kom íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason inná.

Henri Lansbury kom Villa í 0-2 þegar tæplega 10 mínútur lifðu leiks og Birkir gulltryggði sigur Villa með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Andre Green á 86.mínútu.

Aston Villa hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 10.ágúst næstkomandi þegar liðið heimsækir Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×