Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. Það voru samtökin ITAKA sem gerðu það.
„Við höfum skoðað þetta hjá okkur og erum engu nær um hvar Mateusz er niðurkominn. Það eina sem við vitum er að hann kom einu sinni hingað til okkar á síðasta ári,“ segir starfsmaður sendiráðsins.
Sendiráðið hefur sett upp plaköt þar sem auglýst er eftir Mateusz og einnig sett tilkynningar á samfélagsmiðla. „Við erum að reyna að vekja athygli á þessu hvarfi og ná til sem flestra. Kannski hefur einhver séð hann.“
Kannski hefur einhver séð hann

Tengdar fréttir

Auglýst eftir pólskum manni
Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi.