Segir að steypa þurfi í borholurnar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 20:00 Óskar Sævarsson, landvörður Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag. Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag.
Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39