Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 13:00 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira