Umfjöllun: Maribor - Valur 2-0 │Ekkert Meistaradeildarævintýri í ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2019 20:00 Patrick Pedersen í baráttunni í fyrri leik liðanna vísir/bára Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap fyrir slóvensku meisturunum í Maribor ytra í dag. Valur tapaði einvíginu samtals 5-0. Það var ljóst fyrir leikinn í dag að Valur ætti ærið verkefni fyrir höndum eftir 3-0 tap á heimavelli í fyrri leiknum. Heimamenn voru ekki lengi að ná yfirhöndinni inni á vellinum og var Valur í því að elta bróðurpart leiksins. Fyrsta markið kom strax á elleftu mínútu leiksins. Það var nokkuð sterk rangstöðulykt af hlaupi Dino Hotic á bak við Ívar Örn Jónsson í vinstri bakverði Vals en ekkert dæmt. Hotic náði að koma sér í stöðu til að leggja boltann út í teiginn þar sem Rok Kronaveter lagði boltann í netið. Markið gerði í raun út um leikinn. Valsmenn vissu að þeir þyrftu fjögur mörk og þar sem þeir fengu varla að snerta boltann nema rétt á milli manna í vörninni þá voru líkurnar á því ekki miklar. Ekki bætti úr skák að fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson þurfti að fara af velli snemma leiks vegna meiðsla. Hinn síungi Marcos Tavares skoraði annað mark Maribor eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir annað markið náði Valur loks að tengja saman tvær sendingar inni á vallarhelmingi Maribor og gera eitthvað efnilegt fram á við. Portúgalski dómarinn dæmdi vítaspyrnu á Maribor á síðustu mínútum fyrri hálfleiks en breytti svo dómnum eftir viðræður við aðstoðardómarann og gaf Andra Adolphssyni gult fyrir leikaraskap. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir Maribor og ljóst að Valur færi ekki áfram úr þessu einvígi. Valur fékk aðeins meira af tækifærum til þess að búa sér til færi í seinni hálfleik en náðu gestirnir þó ekki að skapa sér neitt almennilegt. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn gerðu heimamenn sig aftur nokkuð líklega til þess að bæta við marki. Það kom þó ekki mark í seinni hálfleikinn og loka niðurstaðan 2-0 tap Vals, 5-0 samanlagt í einvíginu.Af hverju vann Maribor? Það var ljóst í fyrri leik liðanna að þó nokkur gæðamunur er á þessum liðum og hann hvarf ekki á þeirri viku sem leið á milli leikja. Þar til Maribor náði inn öðru marki sínu átti Valur vart meira en tvær, þrjár sendingar á milli manna. Eftir að Tavares skoraði annað markið þá hleyptu heimamenn Íslandsmeisturunum meira inn í leikinn. Valur náði nokkrum efnilegum sóknum en rauðklæddir voru þó aldrei líklegir til afreka, hvað þá að skora fimm mörk.Hverjir stóðu upp úr? Ætli það verði ekki að segja að Hannes Þór Halldórsson hafi staðið upp úr í liði Vals. Hann varði oft á tíðum mjög vel og kom í veg fyrir að úrslitin yrðu enn verri. Þá fær Kristinn Freyr Sigurðsson smá hrós fyrir það að það voru helst spyrnur hans úr hornum og aukaspyrnum sem sköpuðu einhverja smá hættu í vítateig Maribor. Hvað gekk illa? Fæst gekk upp hjá Val í kvöld. Vissulega voru þeir að mæta sér þó nokkuð sterkari andstæðingi en Valur átti varla skot í átt að marki. Eina hættan kom úr föstum leikatriðum þegar Kenan Piric í marki Maribor var í smá vandræðum með að koma fyrirgjöfunum frá en hann hefur þó líklega ekki svitnað mikið í markinu.Hvað gerist næst? Valur fær ekki að vera meira með í Meistaradeildinni en þó eru þeir ekki hættir í Evrópu. Valsmenn færast nú yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og koma þar inn í aðra umferð. Þeir mæta þar Ludogorets frá Búlgaríu. Fyrri leikurinn er 25. júlí, fimmtudaginn í næstu viku, á Hlíðarenda og sá seinni í Búlgaríu viku seinna. Meistaradeild Evrópu
Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap fyrir slóvensku meisturunum í Maribor ytra í dag. Valur tapaði einvíginu samtals 5-0. Það var ljóst fyrir leikinn í dag að Valur ætti ærið verkefni fyrir höndum eftir 3-0 tap á heimavelli í fyrri leiknum. Heimamenn voru ekki lengi að ná yfirhöndinni inni á vellinum og var Valur í því að elta bróðurpart leiksins. Fyrsta markið kom strax á elleftu mínútu leiksins. Það var nokkuð sterk rangstöðulykt af hlaupi Dino Hotic á bak við Ívar Örn Jónsson í vinstri bakverði Vals en ekkert dæmt. Hotic náði að koma sér í stöðu til að leggja boltann út í teiginn þar sem Rok Kronaveter lagði boltann í netið. Markið gerði í raun út um leikinn. Valsmenn vissu að þeir þyrftu fjögur mörk og þar sem þeir fengu varla að snerta boltann nema rétt á milli manna í vörninni þá voru líkurnar á því ekki miklar. Ekki bætti úr skák að fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson þurfti að fara af velli snemma leiks vegna meiðsla. Hinn síungi Marcos Tavares skoraði annað mark Maribor eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir annað markið náði Valur loks að tengja saman tvær sendingar inni á vallarhelmingi Maribor og gera eitthvað efnilegt fram á við. Portúgalski dómarinn dæmdi vítaspyrnu á Maribor á síðustu mínútum fyrri hálfleiks en breytti svo dómnum eftir viðræður við aðstoðardómarann og gaf Andra Adolphssyni gult fyrir leikaraskap. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir Maribor og ljóst að Valur færi ekki áfram úr þessu einvígi. Valur fékk aðeins meira af tækifærum til þess að búa sér til færi í seinni hálfleik en náðu gestirnir þó ekki að skapa sér neitt almennilegt. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn gerðu heimamenn sig aftur nokkuð líklega til þess að bæta við marki. Það kom þó ekki mark í seinni hálfleikinn og loka niðurstaðan 2-0 tap Vals, 5-0 samanlagt í einvíginu.Af hverju vann Maribor? Það var ljóst í fyrri leik liðanna að þó nokkur gæðamunur er á þessum liðum og hann hvarf ekki á þeirri viku sem leið á milli leikja. Þar til Maribor náði inn öðru marki sínu átti Valur vart meira en tvær, þrjár sendingar á milli manna. Eftir að Tavares skoraði annað markið þá hleyptu heimamenn Íslandsmeisturunum meira inn í leikinn. Valur náði nokkrum efnilegum sóknum en rauðklæddir voru þó aldrei líklegir til afreka, hvað þá að skora fimm mörk.Hverjir stóðu upp úr? Ætli það verði ekki að segja að Hannes Þór Halldórsson hafi staðið upp úr í liði Vals. Hann varði oft á tíðum mjög vel og kom í veg fyrir að úrslitin yrðu enn verri. Þá fær Kristinn Freyr Sigurðsson smá hrós fyrir það að það voru helst spyrnur hans úr hornum og aukaspyrnum sem sköpuðu einhverja smá hættu í vítateig Maribor. Hvað gekk illa? Fæst gekk upp hjá Val í kvöld. Vissulega voru þeir að mæta sér þó nokkuð sterkari andstæðingi en Valur átti varla skot í átt að marki. Eina hættan kom úr föstum leikatriðum þegar Kenan Piric í marki Maribor var í smá vandræðum með að koma fyrirgjöfunum frá en hann hefur þó líklega ekki svitnað mikið í markinu.Hvað gerist næst? Valur fær ekki að vera meira með í Meistaradeildinni en þó eru þeir ekki hættir í Evrópu. Valsmenn færast nú yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar og koma þar inn í aðra umferð. Þeir mæta þar Ludogorets frá Búlgaríu. Fyrri leikurinn er 25. júlí, fimmtudaginn í næstu viku, á Hlíðarenda og sá seinni í Búlgaríu viku seinna.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti