Enski boltinn

Svakaleg yfirlýsing frá stuðningsmannaklúbbum Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Newcastle United eru ekki sáttir með nýja knattspyrnustjórann sinn.
Stuðningsmenn Newcastle United eru ekki sáttir með nýja knattspyrnustjórann sinn. Getty/Michael Regan
Níu stuðningsmannaklúbbar Newcastle United saka eiganda félagsins um metnaðarleysi og eru mjög ósáttir með ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra félagsins.

Steve Bruce var í dag ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og mun taka við af Rafael Benítez.

Rafael Benítez hefur verið að gera fína hluti með Newcastle og var vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.

Það er óhætt að segja að Steve Bruce muni byrja í miklum mínus hjá stuðningsmönnum félagsins. Níu stuðningsmannaklúbbar félagsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem má sjá hér fyrir neðan. Þetta er svakaleg yfirlýsing og er ekki beint mótbyrinn sem Steve Bruce þurfti í starfið.





„Ráðningin á Steve Bruce er metnaðarlaus ráðning hjá metnaðarlausum eiganda. Að fara frá heimsklassa stjóra í Rafael Benítez, stjóra sem hefur komið með stöðugleika og samheldni inn í félagið, til Steve Bruce, sem ef við segjum alveg eins og er, gæti ekki fengið starf hjá neinu öðru úrvalsdeildarfélagi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem er öll hér fyrir ofan.

Í yfirlýsingunni benda stuðningsmannafélögin á hvernig önnur ensk úrvalsdeildarfélög hafa hagað sínum stjóraráðningum með því að ráða unga og spennandi stjóra með nýja sýn á fótboltann. Þau nefna þar þrjá stjóra eða Mauricio Pochettino hjá Tottenham, Javi Gracia hjá Watford og Nuno Espírito Santo hjá Wolves. Newcastle hefur aftur á móti ráðið stjóra sem hefur gert lítið annað en falla úr deildinni með hinum ýmsu félögum.

Þessi níu stuðningsmannaklúbbar hafa jafnframt boðað mótmæli fyrir fram Sports Direct búðina milli sex og sjö í kvöld. Mike Ashley er bæði eigandi Newcastle United og meirihlutaeigandi í Sports Direct.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×