Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2019 06:00 Frá Mannréttindadómstóli Evrópu. Nordicphotos/AFP Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter málinu svokallaða en hann er fyrrverandi forstjóri MP Banka. Júlíus Þór var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í refsiverðu verðsamráði þegar hann var starfsmaður Húsasmiðjunnar. Brot ríkisins á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fólust í því að Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á sönnunarmati lægra dómstigs án þess að vitni hafi komið fyrir Hæstarétt og gefið skýrslu. Sú málsmeðferð sem málin lúta að er ekki lengur viðhöfð á Íslandi eftir tilkomu Landsréttar sem gegnir nú hlutverki áfrýjunardómstóls í sakamálum á Íslandi. Þeir dómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Tveir vegna skorts á sönnunarfærslu í Hæstarétti, einn vegna vanhæfis dómara, einn vegna ólögmætrar skipunar dómara og tveir vegna réttar til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama brot. Fyrsti dómur MDE gegn Íslandi í slíku máli féll árið 2017. MDE taldi ríkið ekki brotlegt í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall og féll dómur þar að lútandi í febrúar síðastliðnum. Efri deild réttarins hefur hins vegar fallist á að taka þann dóm til endurskoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter málinu svokallaða en hann er fyrrverandi forstjóri MP Banka. Júlíus Þór var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í refsiverðu verðsamráði þegar hann var starfsmaður Húsasmiðjunnar. Brot ríkisins á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fólust í því að Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á sönnunarmati lægra dómstigs án þess að vitni hafi komið fyrir Hæstarétt og gefið skýrslu. Sú málsmeðferð sem málin lúta að er ekki lengur viðhöfð á Íslandi eftir tilkomu Landsréttar sem gegnir nú hlutverki áfrýjunardómstóls í sakamálum á Íslandi. Þeir dómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Tveir vegna skorts á sönnunarfærslu í Hæstarétti, einn vegna vanhæfis dómara, einn vegna ólögmætrar skipunar dómara og tveir vegna réttar til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama brot. Fyrsti dómur MDE gegn Íslandi í slíku máli féll árið 2017. MDE taldi ríkið ekki brotlegt í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall og féll dómur þar að lútandi í febrúar síðastliðnum. Efri deild réttarins hefur hins vegar fallist á að taka þann dóm til endurskoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12
Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45