Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júlí 2019 12:00 Helgi Hrafn og Halldóra sammælast um það að trúnaðarráð sé ekki réttur vettvangur fyrir Birgittu til þess að hefja á nýjan leik flokksstörf fyrir Pírata. Vísir/Samsett Birgittu Jónsdóttur, einum af stofnendum Pírata, var hafnað um sæti í trúnaðarráði flokksins í gær. Þingmenn Pírata voru meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Samkvæmt lögum Pírata tekur framkvæmdaráð flokksins við tilnefningum og skipar þrjá einstaklinga í trúnaðarráð og skal skipun ráðsins staðfest á gildum félagsfundi. Félagsfundur fór fram í gær þar sem greidd voru atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en Birgittu var hafnað. Birgitta lýsti því yfir í apríl í fyrra að hún væri hætt í flokknum en nú virðist ljóst að endurkoma hennar í gegnum störf í trúnaðarráði verður ekki að veruleika í þetta sinn. 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið. Voru 55 andvígir en 13 fylgjandi.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelmÍ samtali við fréttastofu segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, að á fundinum hafi farið fram mjög hreinskiptnar umræður um hvað felist í hlutverkinu og niðurstaðan hafi verið sú að Birgitta hafi ekki verið valin. Sjálfur hafi hann stutt hin tvö en hafi greitt atkvæði gegn skipun Birgittu. Hann hafi rökstutt þá ákvörðun en vildi í samtali við fréttastofu ekki gera frekari grein fyrir þeim rökstuðningi. Hann sjái ekki frekari ástæðu til að rekja þann ágreining í fjölmiðlum.Birgitta hafi tætt störf Pírata í sig Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og varaþingflokksformaður, staðfestir í samtali við Vísi að þeir þingflokksmeðlimir Pírata sem á fundinum voru hafi beitt sér gegn skipan Birgittu í trúnaðarráð. „Við teljum þetta [trúnaðarráð] ekki vera réttan vettvang. Þeir aðilar sem fara í trúnaðarráð þurfa að njóta trausts. Birgitta er umdeild innan flokksins enda er hún búin að fara, og hún er alveg búin að tæta þingflokkinn og Pírata í borginni í sig í fjölmiðlum,“ segir Halldóra. Hún bætir við að henni þyki lítið tiltökumál að fólk gagnrýni flokkinn, en Birgitta sé stór karakter sem hafi gert mikið fyrir flokkinn. „Við værum ekki hér ef ekki væri fyrir hana og ég ber endalausa virðingu fyrir henni vegna þess. En hún er umdeildur karakter, og þá er trúnaðarráð ekki beint staðurinn. Þeir einstaklingar sem eru þar þurfa að njóta trausts nánast allra. Þeir þurfa að vera svolítið óumdeildir,“ segir Halldóra. Segir hún að séu meðlimir trúnaðarráðs ekki óumdeildir geti það valdið því að flokksmenn nýti sér ekki almennilega það úrræði sem ráðið er. Í kjölfar fundarins í gær upphófust miklar umræður á lokuðum Facebook-hóp, ætluðum þeim sem virkir eru í starfi Pírata, þar sem því var meðal annars haldið fram að um „aftöku“ hafi verið að ræða, og hefur fólk þar sérstaklega vísað til þeirra ræðna þar sem mælt var gegn skipan Birgittu.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir Birgittu ekki njóta jafn mikils trausts innan flokksins og áður fyrr.vísir/vilhelmHalldóra segir það af og frá að þingflokkur Pírata vilji losna alveg við Birgittu, þó að trúnaðarráð sé að margra mati ekki heppilegasti staðurinn fyrir hana til þess að koma aftur inn í starf flokksins. „Fyrir mitt leyti þá hef ég engan áhuga á að hrekja hana frá flokknum,“ segir Halldóra en viðurkennir að fundur gærdagsins hafi verið „dálítið harður.“ Mismunandi sjónarmið hafi komið fram og tónninn í tali fólks eftir því. Eins og áður segir var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, meðal þeirra sem lögðust gegn skipan Birgittu í trúnaðarráðið. „Helgi var alveg reiður, hann hefur náttúrulega mesta reynslu af því að vinna með Birgittu og það er margt þar sem er óuppgert. Þetta var svona dálítið erfitt, það er alltaf erfitt að taka ákvörðun um hvort maður eigi að deila upplifunum sínum með öðrum eða tala ekki um hlutina, en það hefur reynst okkur svolítið erfitt að tala ekki um hlutina. Þannig að þetta er tilraun til þess að leggja bara allt á borðið.“Sáttamiðlun ekki einn af hæfileikum Birgittu Aðspurð segist Halldóra nokkuð viss um að þingflokkur Pírata sé almennt nokkuð samstíga í þeirri afstöðu sinni að kröftum Birgittu sé ekki vel varið á vettvangi á borð við trúnaðarráð flokksins. Þar þurfi að vera aðili sem er sáttamiðlari. „Hún Birgitta er gædd mörgum hæfileikum en sáttamiðlun er ekki einn af þeim,“ segir Halldóra. Hún segist þó ekki setja sig á móti því að Birgitta komi með einhverjum hætti að störfum Pírata á nýjan leik. „Birgitta er stórkostlegur frumkvöðull í hugsun, og öflugt að hafa hana með. En, eins og við sögðum á fundinum í gær, að réttast væri ef hún er að koma aftur eftir að hafa farið svona með látum, að byrja á því að vinna upp traust aftur, hjá grasrótinni og hjá okkur öllum,“ segir Halldóra, sem telur Birgittu njóta minna trausts innan flokksins nú heldur en oft áður.Þingmönnum Pírata þykir Birgitta of umdeild til þess að sitja í trúnaðarráði flokksins.vísir/anton brink„Það er að minnsta kosti mín upplifun, það var náttúrulega mikil reiði í gangi. Hún vill meina að við höfum ýtt henni út úr starfinu á sínum tíma, sem er ekki rétt, hún ákvað að fara,“ segir Halldóra og bætir jafnframt við að síðan þá hafi Birgitta tekið reiði sína út í fjölmiðlum. Hún hafi til að mynda „hispurslaust rifið í sig Pírata í borgarstjórn.“ „Það er allt í lagi að gagnrýna, en hún er búin að gera það á mjög harkalegan hátt. Auðvitað hefur það afleiðingar, það kannski verður einhver brestur á trausti innan flokksins og grasrótarinnar í hennar garð.“ Því þætti Halldóru eðlilegra að Birgitta byrjaði á því að koma inn í grasrótarstarf flokksins áður hún byði sig fram í trúnaðarstöðu innan flokksins.Segir Pírata hafa komist inn á þing vegna Birgittu Halldóra ítrekar þó virðingu sína fyrir Birgittu sem hún segir mikinn frumkvöðul. „Ég væri ekki í stjórnmálum ef ekki væri fyrir Birgittu, það er eitthvað sem ég hef mikið talað um og fólk veit.“ Halldóra segist bera ómælda virðingu fyrir störfum Birgittu og því sem hún hefur gert fyrir Pírata. „Ég held að Píratar hefðu aldrei komist inn á þing ef ekki væri fyrir Birgittu, þannig að það er ekki gleymt. Við erum bara að benda á að þetta sé kannski ekki rétta leiðin til þess að koma aftur að starfinu. Þess vegna ákváðum við að koma fram og tjá okkar skoðanir, enda er það hugmyndin með félagafundi að við komum og mælum með eða á móti frambjóðendum, færum rök fyrir máli okkar, og svo er atkvæðagreiðsla.“ „Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,“ Ekki náðist í Birgittu vegna málsins, en í færslu á Facebook í morgun segist Birgitta ekki ætla að veita nein viðtöl vegna þess, en vitnar í ljóð eftir Pál J. Árdal, sem heimfæra megi yfir á það sem gerðist á fundinum að hennar mati. Af efni ljóðsins að dæma má ætla að Birgittu sé misboðið. Píratar Tengdar fréttir Birgitta segir að Pírötum hafi brugðist bogalistin Birgitta Jónsdóttir hefur nú að fullu sagt skilið við Pírata. 5. apríl 2018 16:42 Birgitta aftur þingflokksformaður Pírata Birgitta Jónsóttir hefur verið kosin þingflokksformaður Pírata. Hún tekur við af Einari Brynjólfssyni sem tók við af Ástu Guðrúnu Helgadóttir í maí síðastliðnum. 12. september 2017 14:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Birgittu Jónsdóttur, einum af stofnendum Pírata, var hafnað um sæti í trúnaðarráði flokksins í gær. Þingmenn Pírata voru meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Samkvæmt lögum Pírata tekur framkvæmdaráð flokksins við tilnefningum og skipar þrjá einstaklinga í trúnaðarráð og skal skipun ráðsins staðfest á gildum félagsfundi. Félagsfundur fór fram í gær þar sem greidd voru atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en Birgittu var hafnað. Birgitta lýsti því yfir í apríl í fyrra að hún væri hætt í flokknum en nú virðist ljóst að endurkoma hennar í gegnum störf í trúnaðarráði verður ekki að veruleika í þetta sinn. 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið. Voru 55 andvígir en 13 fylgjandi.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelmÍ samtali við fréttastofu segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, að á fundinum hafi farið fram mjög hreinskiptnar umræður um hvað felist í hlutverkinu og niðurstaðan hafi verið sú að Birgitta hafi ekki verið valin. Sjálfur hafi hann stutt hin tvö en hafi greitt atkvæði gegn skipun Birgittu. Hann hafi rökstutt þá ákvörðun en vildi í samtali við fréttastofu ekki gera frekari grein fyrir þeim rökstuðningi. Hann sjái ekki frekari ástæðu til að rekja þann ágreining í fjölmiðlum.Birgitta hafi tætt störf Pírata í sig Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og varaþingflokksformaður, staðfestir í samtali við Vísi að þeir þingflokksmeðlimir Pírata sem á fundinum voru hafi beitt sér gegn skipan Birgittu í trúnaðarráð. „Við teljum þetta [trúnaðarráð] ekki vera réttan vettvang. Þeir aðilar sem fara í trúnaðarráð þurfa að njóta trausts. Birgitta er umdeild innan flokksins enda er hún búin að fara, og hún er alveg búin að tæta þingflokkinn og Pírata í borginni í sig í fjölmiðlum,“ segir Halldóra. Hún bætir við að henni þyki lítið tiltökumál að fólk gagnrýni flokkinn, en Birgitta sé stór karakter sem hafi gert mikið fyrir flokkinn. „Við værum ekki hér ef ekki væri fyrir hana og ég ber endalausa virðingu fyrir henni vegna þess. En hún er umdeildur karakter, og þá er trúnaðarráð ekki beint staðurinn. Þeir einstaklingar sem eru þar þurfa að njóta trausts nánast allra. Þeir þurfa að vera svolítið óumdeildir,“ segir Halldóra. Segir hún að séu meðlimir trúnaðarráðs ekki óumdeildir geti það valdið því að flokksmenn nýti sér ekki almennilega það úrræði sem ráðið er. Í kjölfar fundarins í gær upphófust miklar umræður á lokuðum Facebook-hóp, ætluðum þeim sem virkir eru í starfi Pírata, þar sem því var meðal annars haldið fram að um „aftöku“ hafi verið að ræða, og hefur fólk þar sérstaklega vísað til þeirra ræðna þar sem mælt var gegn skipan Birgittu.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir Birgittu ekki njóta jafn mikils trausts innan flokksins og áður fyrr.vísir/vilhelmHalldóra segir það af og frá að þingflokkur Pírata vilji losna alveg við Birgittu, þó að trúnaðarráð sé að margra mati ekki heppilegasti staðurinn fyrir hana til þess að koma aftur inn í starf flokksins. „Fyrir mitt leyti þá hef ég engan áhuga á að hrekja hana frá flokknum,“ segir Halldóra en viðurkennir að fundur gærdagsins hafi verið „dálítið harður.“ Mismunandi sjónarmið hafi komið fram og tónninn í tali fólks eftir því. Eins og áður segir var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, meðal þeirra sem lögðust gegn skipan Birgittu í trúnaðarráðið. „Helgi var alveg reiður, hann hefur náttúrulega mesta reynslu af því að vinna með Birgittu og það er margt þar sem er óuppgert. Þetta var svona dálítið erfitt, það er alltaf erfitt að taka ákvörðun um hvort maður eigi að deila upplifunum sínum með öðrum eða tala ekki um hlutina, en það hefur reynst okkur svolítið erfitt að tala ekki um hlutina. Þannig að þetta er tilraun til þess að leggja bara allt á borðið.“Sáttamiðlun ekki einn af hæfileikum Birgittu Aðspurð segist Halldóra nokkuð viss um að þingflokkur Pírata sé almennt nokkuð samstíga í þeirri afstöðu sinni að kröftum Birgittu sé ekki vel varið á vettvangi á borð við trúnaðarráð flokksins. Þar þurfi að vera aðili sem er sáttamiðlari. „Hún Birgitta er gædd mörgum hæfileikum en sáttamiðlun er ekki einn af þeim,“ segir Halldóra. Hún segist þó ekki setja sig á móti því að Birgitta komi með einhverjum hætti að störfum Pírata á nýjan leik. „Birgitta er stórkostlegur frumkvöðull í hugsun, og öflugt að hafa hana með. En, eins og við sögðum á fundinum í gær, að réttast væri ef hún er að koma aftur eftir að hafa farið svona með látum, að byrja á því að vinna upp traust aftur, hjá grasrótinni og hjá okkur öllum,“ segir Halldóra, sem telur Birgittu njóta minna trausts innan flokksins nú heldur en oft áður.Þingmönnum Pírata þykir Birgitta of umdeild til þess að sitja í trúnaðarráði flokksins.vísir/anton brink„Það er að minnsta kosti mín upplifun, það var náttúrulega mikil reiði í gangi. Hún vill meina að við höfum ýtt henni út úr starfinu á sínum tíma, sem er ekki rétt, hún ákvað að fara,“ segir Halldóra og bætir jafnframt við að síðan þá hafi Birgitta tekið reiði sína út í fjölmiðlum. Hún hafi til að mynda „hispurslaust rifið í sig Pírata í borgarstjórn.“ „Það er allt í lagi að gagnrýna, en hún er búin að gera það á mjög harkalegan hátt. Auðvitað hefur það afleiðingar, það kannski verður einhver brestur á trausti innan flokksins og grasrótarinnar í hennar garð.“ Því þætti Halldóru eðlilegra að Birgitta byrjaði á því að koma inn í grasrótarstarf flokksins áður hún byði sig fram í trúnaðarstöðu innan flokksins.Segir Pírata hafa komist inn á þing vegna Birgittu Halldóra ítrekar þó virðingu sína fyrir Birgittu sem hún segir mikinn frumkvöðul. „Ég væri ekki í stjórnmálum ef ekki væri fyrir Birgittu, það er eitthvað sem ég hef mikið talað um og fólk veit.“ Halldóra segist bera ómælda virðingu fyrir störfum Birgittu og því sem hún hefur gert fyrir Pírata. „Ég held að Píratar hefðu aldrei komist inn á þing ef ekki væri fyrir Birgittu, þannig að það er ekki gleymt. Við erum bara að benda á að þetta sé kannski ekki rétta leiðin til þess að koma aftur að starfinu. Þess vegna ákváðum við að koma fram og tjá okkar skoðanir, enda er það hugmyndin með félagafundi að við komum og mælum með eða á móti frambjóðendum, færum rök fyrir máli okkar, og svo er atkvæðagreiðsla.“ „Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,“ Ekki náðist í Birgittu vegna málsins, en í færslu á Facebook í morgun segist Birgitta ekki ætla að veita nein viðtöl vegna þess, en vitnar í ljóð eftir Pál J. Árdal, sem heimfæra megi yfir á það sem gerðist á fundinum að hennar mati. Af efni ljóðsins að dæma má ætla að Birgittu sé misboðið.
Píratar Tengdar fréttir Birgitta segir að Pírötum hafi brugðist bogalistin Birgitta Jónsdóttir hefur nú að fullu sagt skilið við Pírata. 5. apríl 2018 16:42 Birgitta aftur þingflokksformaður Pírata Birgitta Jónsóttir hefur verið kosin þingflokksformaður Pírata. Hún tekur við af Einari Brynjólfssyni sem tók við af Ástu Guðrúnu Helgadóttir í maí síðastliðnum. 12. september 2017 14:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Birgitta segir að Pírötum hafi brugðist bogalistin Birgitta Jónsdóttir hefur nú að fullu sagt skilið við Pírata. 5. apríl 2018 16:42
Birgitta aftur þingflokksformaður Pírata Birgitta Jónsóttir hefur verið kosin þingflokksformaður Pírata. Hún tekur við af Einari Brynjólfssyni sem tók við af Ástu Guðrúnu Helgadóttir í maí síðastliðnum. 12. september 2017 14:30