Enski boltinn

Brasilíski táningurinn skoraði í fyrsta leiknum sínum með Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Martinelli fagnar hér markinu sínu.
Gabriel Martinelli fagnar hér markinu sínu. Getty/Stuart MacFarlane
Nýr kornungur leikmaður Arsenal byrjaði ferilinn sinn vel með félaginu því hann skoraði í 3-0 sigri í æfingarleik á móti Colorado Rapids í Denver í nótt.

Gabriel Martinelli er aðeins átján ára gamall síðan í júní en hann kom til Arsenal í sumar frá brasilíska félaginu Ituano.



Gabriel Martinelli samdi við Arsenal 2. júlí síðastliðinn og kom því örugglega mörgum á óvart að sjá hann í byrjunarliðinu.

Martinelli skoraði markið sitt í seinni hálfleiknum en hinir markaskorarar Arsenal í leiknum voru þeir Bukayo Saka og James Olayinka. Saka er verður ekki átján ára fyrr en í september og Olayinka verður nítján ára í október.

Bukayo Saka skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Eddie Nketiah og markið hans James Olayinka var mjög glæsilegt. Dominic Thompson lagði síðan upp þriðja markið sem umræddur Gabriel Martinell skoraði.



Unai Emery stillti upp mjög ungu liði í leiknum en það er búist við því að eldri leikmenn liðsins komi inn fyrir næsta leik sem er á móti Bayern München í Los Angeles á fimmtudaginn. Carl Jenkinson var eini leikmaður byrjunarliðsins í nótt sem byrjaði leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.  

Alexandre Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Mesut Özil komu þó allir inn á sem varamenn undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×