Jóhannes Karl: Fannst við vera með yfirburði Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. júlí 2019 22:37 Jóhannes Karl var ánægður með frammistöðu Skagamanna í Grindavík. vísir/daníel þór „Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. „Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“ Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld. „Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar. „Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur. „Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes. Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15 Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. „Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“ Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld. „Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar. „Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur. „Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes. Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15 Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15
Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01