Innlent

Ní­tján börn greind með E. coli-sýkingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.
E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús Hlynur
Í dag var staðfest E.coli STEC sýking hjá tveimur börnum en alls voru 37 sýni rannsökuð með tilliti til STEC í dag.

Alls hafa því nítján börn greinst með E. coli-sýkingu en beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barni í Bandaríkjunum. Grunur leikur á að það sé með alvarlega E. coli-sýkingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Börnin sem greindust í dag eru tveggja ára og ellefu ára og má rekja sýkingar þeirra til neyslu íss í Efstadal II fyrir þann 4. júlí síðastliðinn.

Þrjú börn liggja nú inni á Barnaspítala Hringsins og er líðan þeirra stöðug. Öll börnin verða áfram í eftirliti hjá læknum spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×