Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs. Reykjavík Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00