Bleikur Trabant og gamall Citroen sjúkrabíll í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2019 21:28 Bleikur Trabant og gamall sjúkrabíl vekja hvað mest athygli gesta, sem skoða bílana hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi. Sjúkrabílinn var einnig notaður sem líkbíll, blómabíll og brauðbíll. Blaðamaður Vísis skoðaði safnið í Borgarnesi. Fornbílafélag Borgarfjarðar er með fína aðstöðu í gærukjallara gamla sláturhússins í Brákarey. Safnið var opnað 2012 og þar er að finna um þrjátíu gamla bíla af ýmsum gerðum. Á safninu eru um fjörutíu bílar, hver öðrum glæsilegri. Elsti bílinn á safninu er þessi, Ford T, árgerð 1927 „Bílarnir koma og fara eftir því hvað menn taka þá út og þá koma kannski einhverjir aðrir í staðinn, þetta er síbreytilegt safn“, segir Guðsteinn Oddsson stjórnarmaður í félaginu Tveir bílar vekja sérstaka athygli á safninu en það er gamall sjúkrabíll og bleikur Trabant „Já, við erum með Citroen gamlan sjúkrabíl, sem kom hér nýr í Borgarnes og búin að þjóna sem sjúkrabíll, líkbíll, blómabíll, brauðbíll og í allskonar hlutverkum. Svo er kona hér í Borgarnesi, sem gerði upp Trabant og málaði hann í þessum skemmtilega lit“, segir Guðsteinn.En af hverju er svona mikill áhugi fyrir gömlum bílum í Borgarbyggð? „Borgarnes hefur alltaf verið miðstöð samgangna á Vesturlandi að mörgu leyti vegna þess að vegurinn að norðan náði hingað og svo var það skipið suður, þannig að í upphafi fóru rúturnar og öll umferðin frá Borgarnesi og vestur úr og norður úr áður en vegurinn kom fyrir Hvalfjörð“. Guðsteinn er stoltur af fornbílasafninu og starfseminni hjá Fornbílafélaginu enda margir, sem koma í heimsókn til að skoða bílana. „Já, það koma hér nokkur þúsund á hverju ári og eins er stærsti viðburðurinn okkar er stór bílasýning, sem við erum með í samstarfi við móturhjólaklúbbinn Raftana í Borgarnesi, þá koma þrjú til fjögur þúsund manns í eyjuna þá helgi, sem er önnur helgin í maí, það er lang stærsti viðburðurinn okkar“.Bleiki Trabantinn vekur alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða sýninguna.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonFjölbreytt úrval af bílum eru á sýningunni hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bílar Borgarbyggð Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Bleikur Trabant og gamall sjúkrabíl vekja hvað mest athygli gesta, sem skoða bílana hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi. Sjúkrabílinn var einnig notaður sem líkbíll, blómabíll og brauðbíll. Blaðamaður Vísis skoðaði safnið í Borgarnesi. Fornbílafélag Borgarfjarðar er með fína aðstöðu í gærukjallara gamla sláturhússins í Brákarey. Safnið var opnað 2012 og þar er að finna um þrjátíu gamla bíla af ýmsum gerðum. Á safninu eru um fjörutíu bílar, hver öðrum glæsilegri. Elsti bílinn á safninu er þessi, Ford T, árgerð 1927 „Bílarnir koma og fara eftir því hvað menn taka þá út og þá koma kannski einhverjir aðrir í staðinn, þetta er síbreytilegt safn“, segir Guðsteinn Oddsson stjórnarmaður í félaginu Tveir bílar vekja sérstaka athygli á safninu en það er gamall sjúkrabíll og bleikur Trabant „Já, við erum með Citroen gamlan sjúkrabíl, sem kom hér nýr í Borgarnes og búin að þjóna sem sjúkrabíll, líkbíll, blómabíll, brauðbíll og í allskonar hlutverkum. Svo er kona hér í Borgarnesi, sem gerði upp Trabant og málaði hann í þessum skemmtilega lit“, segir Guðsteinn.En af hverju er svona mikill áhugi fyrir gömlum bílum í Borgarbyggð? „Borgarnes hefur alltaf verið miðstöð samgangna á Vesturlandi að mörgu leyti vegna þess að vegurinn að norðan náði hingað og svo var það skipið suður, þannig að í upphafi fóru rúturnar og öll umferðin frá Borgarnesi og vestur úr og norður úr áður en vegurinn kom fyrir Hvalfjörð“. Guðsteinn er stoltur af fornbílasafninu og starfseminni hjá Fornbílafélaginu enda margir, sem koma í heimsókn til að skoða bílana. „Já, það koma hér nokkur þúsund á hverju ári og eins er stærsti viðburðurinn okkar er stór bílasýning, sem við erum með í samstarfi við móturhjólaklúbbinn Raftana í Borgarnesi, þá koma þrjú til fjögur þúsund manns í eyjuna þá helgi, sem er önnur helgin í maí, það er lang stærsti viðburðurinn okkar“.Bleiki Trabantinn vekur alltaf mikla athygli þeirra, sem skoða sýninguna.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonFjölbreytt úrval af bílum eru á sýningunni hjá Fornbílafélagi Borgarfjarðar í Brákarey.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bílar Borgarbyggð Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent