Ólafur: Menn fljótir á lyklaborðið Einar Kárason skrifar 13. júlí 2019 18:58 Ólafur og strákarnir hans hafa unnið tvo leiki í röð. vísir/bára „Mér fannst þetta í raun og veru aldrei í hættu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á ÍBV, 1-2, í dag. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum. Svo kom þetta víti. Við vitum að ÍBV-liðin gefast aldrei upp svo það var nú vitað að það væri von á því að þeir kæmu tímabundið til baka með áhlaup en það var gott að vera kominn í 2-0. Ég er ánægður með sigurinn. Stigin þrjú og spilamennskuna. Við erum ánægðir með hvernig leikmennirnir tóku ásinn á vellinum. Reynsla og þéttleiki og kannski einfaldleiki. Uppleggið gekk upp og stigin góð.“ FH hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir vont gengi á þeirra mælikvarða. Hvert kemst FH í sumar? „Í næsta leik á móti HK til að byrja með. Ég sagði eftir síðasta leik að fókusinn væri á að gera sig klára fyrir þennan leik hérna. Nú er hann búinn og það er smá pása þannig séð. Það er ekki hægt að komast á skrið ef menn fara á flug og missa sig eitthvað. Við einbeitum okkur bara að næstu æfingaviku og leiknum,“ sagði Ólafur. „Ég svo sem þykist vita hvert FH liðið getur farið en um leið og ég melda það út þá eru menn fljótir á lyklaborðið. Það bítur mann í rassgatið. Ég hef engan áhuga á að setja það í loftið.“ Blaðamaður spurði út í Jákup Thompsen eftir leik en hann fór meiddur af velli eftir að hafa fiskað vítið sem braut ísinn í leiknum. „Brotið. Ekki fiskað. Það var brotið á honum. Ástæðan fyrir því að ég greip inn í er að hann fiskaði ekki vítið heldur var brotið á honum. Hann fékk manninn ofan á sig. Á neðri legginn, kálfann. Hann fékk slink á hnéð því miður. Vonandi er það ekki alvarlegt en það er slæmt að missa hann en vonandi þegar bólgur hjaðna vitum við meira en við fyrsta kastið gat hann ekki haldið áfram.“ Ólafur var ánægður með þá sem komu inn á í leiknum. „Menn komu inn og stigu inn og þeir sem komu inn, Jónatan, Þórir og Atli, skiluðu góðu verki. Það var liðsheildin sem var sterk í dag,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47 Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
„Mér fannst þetta í raun og veru aldrei í hættu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á ÍBV, 1-2, í dag. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum. Svo kom þetta víti. Við vitum að ÍBV-liðin gefast aldrei upp svo það var nú vitað að það væri von á því að þeir kæmu tímabundið til baka með áhlaup en það var gott að vera kominn í 2-0. Ég er ánægður með sigurinn. Stigin þrjú og spilamennskuna. Við erum ánægðir með hvernig leikmennirnir tóku ásinn á vellinum. Reynsla og þéttleiki og kannski einfaldleiki. Uppleggið gekk upp og stigin góð.“ FH hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir vont gengi á þeirra mælikvarða. Hvert kemst FH í sumar? „Í næsta leik á móti HK til að byrja með. Ég sagði eftir síðasta leik að fókusinn væri á að gera sig klára fyrir þennan leik hérna. Nú er hann búinn og það er smá pása þannig séð. Það er ekki hægt að komast á skrið ef menn fara á flug og missa sig eitthvað. Við einbeitum okkur bara að næstu æfingaviku og leiknum,“ sagði Ólafur. „Ég svo sem þykist vita hvert FH liðið getur farið en um leið og ég melda það út þá eru menn fljótir á lyklaborðið. Það bítur mann í rassgatið. Ég hef engan áhuga á að setja það í loftið.“ Blaðamaður spurði út í Jákup Thompsen eftir leik en hann fór meiddur af velli eftir að hafa fiskað vítið sem braut ísinn í leiknum. „Brotið. Ekki fiskað. Það var brotið á honum. Ástæðan fyrir því að ég greip inn í er að hann fiskaði ekki vítið heldur var brotið á honum. Hann fékk manninn ofan á sig. Á neðri legginn, kálfann. Hann fékk slink á hnéð því miður. Vonandi er það ekki alvarlegt en það er slæmt að missa hann en vonandi þegar bólgur hjaðna vitum við meira en við fyrsta kastið gat hann ekki haldið áfram.“ Ólafur var ánægður með þá sem komu inn á í leiknum. „Menn komu inn og stigu inn og þeir sem komu inn, Jónatan, Þórir og Atli, skiluðu góðu verki. Það var liðsheildin sem var sterk í dag,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47 Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47
Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30