Leita skuli leiða til að hindra að örnefni á ensku festi sig í sessi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 17:58 Frá brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Myndin er úr safni. Vegagerðin Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira