Hinn almenni notandi þarf ekki að hafa áhyggjur af raforkuskorti Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:50 Líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni. Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni.
Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30