Helgi okkar allra Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Helgi Hafnar hefur verið fastagestur á Prikinu í um það bil fimmtíu ár. Fréttablaðið/Anton Brink Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmtistaðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern einasta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffihús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera myndina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heimildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr.Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menningarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“Magnea segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast Helga betur við gerð myndarinnar. Mynd/Ómar SverrissonHún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavíkur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildarmynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handabandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjallsímanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tæknivæðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykjavík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynnast honum betur við gerð myndarinnar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmtistaðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern einasta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffihús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera myndina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heimildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr.Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menningarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“Magnea segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast Helga betur við gerð myndarinnar. Mynd/Ómar SverrissonHún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavíkur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildarmynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handabandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjallsímanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tæknivæðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykjavík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynnast honum betur við gerð myndarinnar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning