Erlendum ferðamönnum fækkað um 19,2 prósent eftir gjaldþrot WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:52 Ferðamenn við Jökulsárlón fyrr í sumar en lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. vísir/Vilhelm 105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var fjöldinn tæplega 442 þúsund en í fyrra var hann 547 þúsund. Er þetta fækkun um 19,2 prósent á milli ára að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans. Í hagsjánni er fækkunin rakin til brotthvarfs WOW air af flugmarkaði en félagið varð gjaldþrota í lok mars eins og kunnugt er. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4 prósent. „Mesta hlutfallslega fækkunin á öðrum fjórðungi var hjá Írum, en þeim fækkaði um 43% milli ára. Ísraelsbúum fækkaði síðan um 41,7% milli ára en þar á eftir komu Norður-Ameríkuríkin; Kanada og Bandaríkin. Fækkunin hjá Kanadabúum var 33,2% en hún varívið meiri hjá Bandaríkjamönnum eða 34,5%. Fækkun Bandaríkjamanna og Kanadabúa í júní var í góðu samræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þessara þjóða hefur verið töluvert meiri en t.d. þjóða Evrópu eftir brotthvarf WOW air. Þennan mismun má skýra með meiri hlutdeild WOW air í flug til og frá Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir í hagsjánni. Ferðamönnum nokkurra landa hefur síðan fjölgað á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir almenna fækkun ferðamanna. Mesta fjölgunin er hjá Rússum en ferðamönnum frá Kína fjölgaði einnig. „Bandaríkjamenn skýra langmest af heildarfækkun erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi en tæplega 60% af heildarfækkun erlendra ferðamanna má skýra með fækkun Bandaríkjamanna. Sé einungis horft á fækkun erlendra ferðamanna án Bandaríkjamanna nam hún 11,7% á öðrum fjórðungi. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mun meira á síðustu árum en sem nemur fjölgun annarra ferðamanna og hefur það aukið verulega vægi Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna en 3 af hverjum 10 erlendu ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra komu frá Bandaríkjunum. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna nam 26,8% á öðrum fjórðungi og þarf að fara aftur til annars fjórðungs 2010 til að finna lægra hlutfall en þá var það einungis ögn lægra eða 26,7%. Árið 2015 var hlutfallið 21,6%,“ segir í hagsjá Landsbankans sem lesa má hér. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var fjöldinn tæplega 442 þúsund en í fyrra var hann 547 þúsund. Er þetta fækkun um 19,2 prósent á milli ára að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans. Í hagsjánni er fækkunin rakin til brotthvarfs WOW air af flugmarkaði en félagið varð gjaldþrota í lok mars eins og kunnugt er. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4 prósent. „Mesta hlutfallslega fækkunin á öðrum fjórðungi var hjá Írum, en þeim fækkaði um 43% milli ára. Ísraelsbúum fækkaði síðan um 41,7% milli ára en þar á eftir komu Norður-Ameríkuríkin; Kanada og Bandaríkin. Fækkunin hjá Kanadabúum var 33,2% en hún varívið meiri hjá Bandaríkjamönnum eða 34,5%. Fækkun Bandaríkjamanna og Kanadabúa í júní var í góðu samræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þessara þjóða hefur verið töluvert meiri en t.d. þjóða Evrópu eftir brotthvarf WOW air. Þennan mismun má skýra með meiri hlutdeild WOW air í flug til og frá Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir í hagsjánni. Ferðamönnum nokkurra landa hefur síðan fjölgað á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir almenna fækkun ferðamanna. Mesta fjölgunin er hjá Rússum en ferðamönnum frá Kína fjölgaði einnig. „Bandaríkjamenn skýra langmest af heildarfækkun erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi en tæplega 60% af heildarfækkun erlendra ferðamanna má skýra með fækkun Bandaríkjamanna. Sé einungis horft á fækkun erlendra ferðamanna án Bandaríkjamanna nam hún 11,7% á öðrum fjórðungi. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mun meira á síðustu árum en sem nemur fjölgun annarra ferðamanna og hefur það aukið verulega vægi Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna en 3 af hverjum 10 erlendu ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra komu frá Bandaríkjunum. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna nam 26,8% á öðrum fjórðungi og þarf að fara aftur til annars fjórðungs 2010 til að finna lægra hlutfall en þá var það einungis ögn lægra eða 26,7%. Árið 2015 var hlutfallið 21,6%,“ segir í hagsjá Landsbankans sem lesa má hér.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira