Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. júlí 2019 06:15 Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira